Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 20
162 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ráðherra til þess að geta látið sér detta slíkt í hug«, sagði eg. »Svo, yður grunar það líka? — Trúarbrögð konungsins?« hvíslaði hún. Eg varð ekkert forviða yfir að heyra þetta. En mig langaði til að vita hvorumegin Buckingham væri í því máli. »Hvað er það þá, sem Buckingham þykist vita með vissu?« spurði eg. »Að konung- urinn stundum hlusti á ráð, sem koma frá konu«, svaraði hún og brosti undir- hyggjulega. »Það þurfti nú líka speki til að vita það!« hrópaði eg — »þér hafið máske sagt honum það?« »Nei, Símon, hann var búinn að komast að því, áður en eg varð til. — En mergurinn málsins er þetta: Ef konungurinn nú skyldi snúast til katólskrar trúar, þá verður hann miklu vissari í trúnni, þegar hann hefir katólska konu fyrir ráðunaut. — Nú er þessi franska stúlka — hvað er það nú sem hún heitir?« »Mlle de Quérouaille?« »Já, einmitt. — Hún kvað vera alveg eins trygg katólskunni og eg konginum. — Já, verið þér ekki að gretta yður yfir því, Símon, drottinhollusta er dygð! En Frakkakonungur hefir sent boð frá Ca- lais...« »Nú, frá Calais! — Sagði hertog- inn yður það?« spurði eg, og mér var ó- mögulegt að ráða við bros mitt. — Trún- aður sá, er Buckingham hafði auðsýnt Nelly var þá takmarkaður, því hann hafði verið í París og gat því ekki annað en þekt M. de Perrencourt. »Já, hann trúði mér fyrir öllu — og Frakkakonungur hef- ir sent boð frá Calais, þar sem hann bíð- ur, til þess að undirskrifa samninginn, að hann geti ekki látið ræna fegurð frá hirð, sinni. En hann hefir skoðað myndir af hinum ensku hefðarmeyjum og hefir fundið eina — og hertogaynjan hefir fundið þá sömu — nógu fagra til að bæta skaðann.... í stuttu máli, Símon, konungi vorum finst hann ekki geti orðið almenni- lega katólskur, nema hann fái að hafa þessa Mlle de Quérouaille hjá sér, og Frakkakonungur vill í staðinn ekki gera sig ánægða með nema svo fallega stúlku sem — er nafnið á vörum yðar, Símon? Nei — er það ekki öllu heldur í hjara yð- ar?« »Eg veit við hverja þér eigið«, svar- aði eg ofboð rólega, því ekkert af því, sem hún sagði, kom mér á óvart •—- »en hvað segir Buckhingham um alt þetta?« »Hann vill ekki að konungurinn komi sínu fram í þessu, sem mundi leiða til þess að festa hann í katólskunni. Buckingham er Mót- mælandi eins og þér og eg; og nú kemur til yðar kasta«. »Get eg komið í veg fyrir það?« »Ja, það er að segja, eigi honum að geta tekist að láta ráð Frakkakonungs verða að engu, þá þarfnast hann vissra hluta«. »Hafið þér boð frá honum til mín?« »Eg sagði honum aðeins, að eg þekti mann, sem að líkindum gæti látið honum það í té, sem hann þarfnast, en það er þetta fernt: hjarta, höfuð, hönd og kannske sverð!« »Það geta allir látið hon- um í té«. »Nei, það fyrsta þarf að vera örugt, það annað gott, það þriðja sterkt og það fjórða reiðubúið«. »Eg er hrædd- ur um að hann þá verði að leita til annara en mín«. — »Og launin...« »Jú, eg skil — hann verður að missa lífið ef svo ber undir«. Nelly fór að hlægja, það sagði hann nú ekki, en eg skal játa, að það gæti vel kom- ið til mála«, sagði hún. »Þér ætlið þá að hugsa um það, Símon?« »Nei«. »Yður er það alveg óhætt, Símon — það er alt of- boð heiðarlegt«. »Alt nema trygð yðar við konunginn«, mælti eg. — »Og frönsku stúlkunnar við katólskuna«, sagði hún hlægjandi. »En eins og eg er Iifandi mann- eskja, þá ímynda eg mér að það hafi ver- ið falleg stúlka, sem franski konungurinn sá myndina af. — Hafið þér horft á hana líka, Símon?« »Eins og eg er lifandi, eg elska hana ekki!« svaraði eg. »Þá skal eg ábyrgjast, að þér munuð gera það!« mælti hún. »Haldið þér að þér getið beygt mig

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.