Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 28
170 NÝJAR KVÖLDVÖKUR sverð í annari hendi og skammbyssu í hinni. »Hér er mr. Símon Dal«, mælti liðsforinginn. »Gott«, sagði Darrell stutt- lega. Eg sá að andlit hans var náfölt, og hann lét sem hann þekti mig ekki. »Er hann vopnaður?« spurði hann. *Þér sjáið líklega að eg er vopnlaus, mr. Darrell«, sagði eg með þykkju. »Leitið þið á hon- um!« skipaði Darrell. Eg varð bæði heit- ur og reiður; en hermennirnir gerðu eins og fyrir þá var lagt. Eg hvesti augun á Darrell, en hann leit undan; eg heyrði að oddurinn á sverði hans glamraði í sífellu í gólfið, því höndin, sem hélt á því, skalf eins og laufblað í vindi. »Hann hefir eng- in vopn á sér«, tilkynti liðsforinginn. »Það er gott; skiljið hann eftir hér hjá mér. Farið þið svo og bíðið fyrir neðan tröppurnar. En ef þið heyrið blístrað, þá komið eins fljótt og þið getið!« Liðsfor- inginn hneigði sig og hann og menn hans yfirgáfu okkur í skyndi. Darrell og eg stóðum eitt augnablik og horfðum hvor framan í annan. »Hvað í helviti á þetta að þýða, Darrell?« hrópaði eg í vonzku. »Hefir hertogaynjan komið með Bastillen* með sér frá Frakklandi ?— og er búið að gera yður að höfuðsmanni ?« Hann svaraði ekki einu orði. Með skeft- inu á skammbyssunni barði hann á dyrn- ar, sem voru opnaðar lítið eitt og höfuðið á sir Thomasi Clifford kom út í gættina, þegar hann sá okkur, opnaði hann alveg og Darrell benti mér að fara inn. Hann kom á eftir og hurðin lokaðist strax á eftir okkur. Eg gleymi líklega seint því, sem fyrir augun bar þetta og næstu augnablikin. Við vorum staddir í stóru herbergi. Gólf- ið var óslétt og hrufótt af sliti og á því miðju stóð afarstórt borð úr fágaðri eik. Á veggjunum héngu gömul og upplituð veggtjöld, sem einhverntíma höfðu verið mjög ríkmannleg. — Fyrir miðju borðinu sat Karl konungur — hið dökka andlit hans virtist fremur gulbleikt en dökt í skininu frá lömpunum sem héngu í loft- inu. Til vinstri handar konungi sat her- togaynjan af Orléans, og þá bróðir þeirra, York hertogi; fyrir borðendanum hægra megin við konung var tómur stóll, en um leið og eg kom inn gekk Clifford lávarð- ur þangað og settist, Arlington lávarður sat næstur honum og þá sendimaður Frakkakonungs, Colbert de Croissy. Á hægri hönd Karli konungi og hið næsta honum stóð annar auður stóll, var það armstóll alveg eins og sá, er konungur sat í — hann var auður, en á bak við hann stóð M. de Perrencourt og hallaðist léttilega fram yfir hann og horfði fast á mig. Ritföng voru á borðinu og stórt pappírsblað, sem eitthvað var ritað á; það lá fyrir framan konunginn — eða Perren- court — það virtist vera mitt á milli þeirra. Ekkert annað var á borðinu að undanteknum tveim bikurum, var annar þeirra barmafullur af víni, en lítið borð var á hinum. — Allir voru þögulir og all- ir •— nema Perrencourt — virtust vera í einhverri æsingu. — Eins og áður er sagt virtist konungur vera óvenju fölur, og hann barði fingurgómunum í borðið, eins og taugaóstyrkur væri á honum. — Alt þetta sá eg í einu vitfangi á meðan Dar- rel stóð við hlið mína með sverðið í hend- inni. Hertogaynjan rauf fyrst þögnina. Hún brosti ósjálfrátt um leið og hún varð þess vör að hún þekti mig aftur: »Hvað — eg hefi talað við þennan mann!« mælti hún lágt. — »Og eg líka«, hvíslaði M. de Per- rencourt. Eg efast um, að hann hafi vit- að sjálfur, að hann gaf hugsun sinni orð. Konungurinn lyfti hendinni eins og til að heimta þögn. Herogaynjan leit niður fyr- ir sig. M. de Perrencourt þar á móti virt- ist ekki veita hreyfingu hans minstu eft- irtekt; hann gekk yfir til Colberts og hvíslaði einhverju í eyra hans. Mér heyrð- * Illræmt ríkisfangelsi í París.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.