Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 17
SÍMON DAL 159 með stjörnu konungsins? Er það vegna þess, að viss maður sá að einhver, sem foar stjörnu á brjóstinu, var að faðma M. 'de Perrencourt að sér, kveldið sem hann kom?« — »Það voruð þér?« »Já, það var >eg. — Og getið þér nú sagt mér hver það var, sem hinir þrír sendiboðar áttu við, sem fóru til Lundúna með boðin: il vient . Hún hélt nú dauðahaldi í mig og stóð á •öndinni af áhuga. »Og segið þér mér nú, hvað M. de Perrencourt sagði við yður áð- an. — Fjandinn hafi hann — hann talaði .svo lágt, að eg gat ekki heyrt, hvað hann sagði«. »Eg get ekki sagt það«, svaraði hún og leit niður fyrir sig. »Nú, það ger- ir ekkert til, eg veit það, samt — og ef þér nú bara vilduð treysta mér...« »Ó, Símon, þér vitið, að eg treysti yður!« »Þó voruð þér mér reið«. »Ekki reið — nei, eg hafði engan rétt — eg á við, eg hafðl - enga ástæðu til að vera reið... Eg... eg var svo hrygg........«. »Nú þurfið þér - ekki að vera hrygg lengur, mistress Barbara«. — »Veslings Símon!« hvíslaði hún ákaflega mjúklega, og eg fann að hún þrýsti hönd minni létt — fingur hennar töluðu um samúð og vináttu. »Guð veit, að eg skal bjarga yður úr þessu öllu saman með heilu og höldnu!« hrópaði eg. »En hvernig, Símon, hvernig? — Eg er svo hrædd um að hann. .« »Her- toginn?« »Nei, hann -— hinn... M. de Per- encourt — hann leggur allan hug á þetta ... það sem hann sagði mér«. »Menn geta nú lagt hug á vissa hluti, án þess að koma sínum málum fram«, mælti eg ergilegur. »Já, menn — já, Símon, eg veit að venju- legir menn...« »Nú, og þó hann aldrei nema sé...« »Uss, uss — ef einhver heyrði til yðar — líf yðar gæti verið í voða, ef einhver heyrði...« »Hvað kæri eg mig um það?« »En eg kæri mig um það!« hrópaði hún með innileika, en bætti fljótlega við: »af því eg er svo sjálfselskufull og þarf - á hjálp yðar að halda«. »Þér skuluð líka fá hjálp mína — gegn Monmouth her- toga, og gegn sjálfum..« »ó, verið þér varkár!« Eg vildi ekki vera varkár. Blóð mitt ólgaði. Með hárri og djarflegri raust gaf eg M. de Perrencourt það nafn, sem hann átti', það nafn, sem hinn hræddi lávarður og hinn kúgaði hertogi þektu, það pafn, sem gaf honum aðgang að hinum leynd- ustu ráðstefnum, en um leið hélt honum sem einskonar fanga innan veggja kast- alans. — Leyndarmálið var ekkert leynd- armál lengur í mínum augum. »Gegn Monmouth hertoga, og ef nauð- synlegt er gegn sjálfum konungi Frakk- lands!« hrópaði eg. Barbara greip í hand- legg minn af hræðslu; en eg hló, þangað til eg tók eftir að hún benti með fingrin- um yfir öxl mína. Eg leit við snögglega og sá mann nálgast okkur. Þó dimt væri gat séð stjörnuna blika á brjósti hans. Það var enginn annar en Colbert de Croissy. Hann stóð á neðstu tröppunni og starði á okkur í rökkrinu. »Hver talar um konung Frakklands hér?« spurði hann tortryggnislega. — »Eg, Símon Dal, hirð- maður í liði hertogans af Monmouth, yðar hágöfgi«, svaraði eg um leið og gekk nokkur skref á móti honum og hneigði mig. »Hvað voruð þér að tala um kon- unginn, herra minn?« spurði hann. Eg komst í bobba. Reyndar hafði eg höfuðið fult af ýmsu, sem eg hefði viljað segja um hans hátign, en það var alt fremur ó- viðeigandi að segja það upp í eyrun á ráðherra hans hátignar. Eg stóð og horfði á Colbert, og mér varð litið á stjörnuna. Eg vissi, að eg drýgði stórsynd gegn allri varkárni, en þó eg hefði átt líf mitt að leysa, hefði mér verið ómögulegt að standast freistinguna: Eg hneigði mig aftur, brosti glaðlega og svaraði spurn- ingu hans: »Eg var að tala um, að heið- ur sá, er yður hefði hlotnast, er konung- ur vor tók stjörnuna af brjósti sínu og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.