Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 23
SÍMON DAL 165 .'gera hér?« spurði hann. »Það sama og þér, sir, að fá mér frískt loft og njóta út- .sýnisins yfir hafið«. Eg sá að hann varð nokkuð svipþungur, en eg gaf honum eng- • an tíma til að tala. »Hermaðurinn þarna«, hélt eg áfram, »lét mig skilja, að enginn mætti koma hingað — en konungurinn er þó ekki hérna, eða hvað?« »Hvernig kom- ust þér þá framhjá honum?« sagði M. de Perrencou rt, eins og hann hefði ekki heyrt spurningu mína. »Eg skrökvaði að hon- um ■—- sagði að Monmouth hefði sent mig :með boð til yðar. Og hann trúði mér. En við aðalsmennirnir úr hirðsveitunum verðum að hjálpa hver öðrum, svo eg treysti því, að þér komið ekki upp um mig — þér lofið mér því, sir?« Hann brosti lítið eitt. »Nei, sir, eg skal ekki 'koma upp um yður — þér talið vel frönsku«, mælti hann. »Það sagði M. de Fontelles, sem eg hitti í Canterbury, líka«, svaraði eg — »ekki vænti eg að þér þekkið hann?« »Jú, mjög vel«, sagði hann, »ef þér eruð vinur hans, þá eruð þér vin- ur minn líka!« hann rétti mér hendina. »Eg tek hönd yðar undir fölsku yfirskynk, mælti eg hlægjandi og hristi hönd hans. »Það lá nærri að við M. de Fontelles lent- um í deilu«. »Nú — um hvað?« »0, ekki neitt«. »Jú, segið þér mér það«. »Nei, það vil eg helzt ekki, ef þér viljið hafa mig afsakaðan«. »Sir, eg vil fá að vita það — ■eg skip...« byrjaði hann. En eg starði •á hann eins og eg væri forviða, og hann roðnaði.... Eg segi börnum mínum stund- um frá því, að eg kom honum til að roðna! Það hafa víst ekki margir gert. En hann náði sér fljótt aftur og satt að segja gerði Lið fasta, kalda augnaráð hans mig hálf- ringlaðan, þegar hann leit á mig aftur, eg gleymdi að hneigja mig eða sýna önnur hæveskumerki, þegar hann nú spurði mig -að heiti, en svaraði stutt: »Símon Dal«. >Eg hefi heyrt nafn yðar nefnt áður«, ^mælti hann. Svo sneri hann sér frá mér og fór aftur að horfa út á sjóinn. Ef hann nú hefði verið eins og menn segja í sínum eigin fötum, þá var þetta mjög auðskilið merki um, að samræðunni væri lokið, og eg ætti að fara. En þar sem hann vildi ekki láta þekkja sig í dular- klæðunum var öðru máli að gegna. Þetta var í raun og veru gífurleg ókurteisi af M. de Perrencourt ■— venjulegum hirð- liða. En eg varð þó að hefna þess óbeint. »Er það satt, sir«, mælti eg og kom alveg til hans, »að franski konungurinn sé þarna yfir í Calais? Eg hefi heyrt það«. »Eg held það sé alveg satt«, svaraði hann. »Eg vildi óska, að hann hefði komið alla leið hingað!« hrópaði eg, »mér þætti gam- an að sjá hann. — Eg hefi heyrt að hann sé myndarlegur maður, þó hann sé frem- ur lágur vexti«. M. de Perrencourt sneri ekki höfðinu við, en eg sá að vangi hans roðnaði aftur. — Monmouth hafði sagt mér, að Lúðvík konungi væri ekki eins illa við neitt og að heyra talað um, að hann væri lítill vexti. »Hversu hár mað- ur er konungurinn ?« spurði eg sakleysis- lega. — Er hann eins hár og þér?« M. de Perrencourt þagði stöðugt. Satt að segja fór mér að verða dálítið órótt. Það voru fangaklefar í djúpi kjallaranna undir kastalanum — og fyrstu dagana að minsta kosti þurfti eg að vera frjáls mað- ur. Eg bætti við: »Eg spyr vegna þess, að fólk skrökvar svo oft, þegar verið er að tala um konunga«. Nú sneri hann sér að mér og svaraði: »Það segið þér satt, því Frakkakonungur er meðalmaður á hæð — á hæð við mig«. »Það hélt eg líka«, mælti eg, en mér var ómögulegt annað en líta á hann með augnaráði, sem sagði: »En þér eruð nú fremur lítill vexti«. — Hann skildi það og í þriðja sinn sá eg hann roðna. Eg kvaddi hann og lagði af stað, en ógæfan vildi ekki láta mig sleppa, án þess að mér hefndist fyrir býræfnina. Rétt í því að eg var að fara, sá eg mann

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.