Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 21
SÍMON DAL 163 með þeim spádómi?« »Mér er alveg sama hverja þér elskið«, sagði hún. En svo brosti hún aftur og hrópaði«: »En hvað stúlkur annars geta skrökvað! Mér stend- ur alls ekki á sama, Símon — og eg vildi óska að eg væri ekki orðin svona vel upp alin eins og' eg er og gæti...« »Þér látið þá undan?« »... Gæti — gæti. . slegið yður utanundir, Símon!« »Það væri engin stór móðgun eftir það, sem á undan er geng- ið«; eg sneri kinninni að henni og benti henni að slá. »Þér mættuð hefna yðar á andliti mínu, vinsamlegast!« Hún hló við mér með allri sinni töfrandi gleði eins og í gamla daga. Hún var svo gletnisleg og svo falleg, að eg nærri var búinn að inn- sigla samninginn; ef ekkert hefði verið gengið á undan, þá er það mjög líklegt, að hún hefði gert tilboðið og alveg víst, að eg hefði tekið því. En það höfðu verið aðiúr tímar. Eg andvarpaði ósjálfrátt. »Eg unni yður of mikið einu sinni til þess að kyssa yður núna, Nelly«, sagði eg. »Þér eruð fjarska undarlegur stundum Símon«, mælti hún og lyfti brúnunum lít- ið eitt. »Eg vildi ekkert síður kyssa mann fyrir því, að mér hefði þótt vænt um hann«. »Eða gefa honum utan undir?« »Ef eg hefði aldrei kært mig um hitt, þá hefði eg ekki kæi’t mig um það heldur. Eruð þér að fara, Símon?« »Já. Eg þarf að gæta stöðu minnar, sem þér nú hafið gefið mér — finst yður ekki?« »Eg hefi' gefið yður hana líka —- og þó haldið þér henni?« »Hafið þér ekki fyrirgefið það íneð stöðuna ennþá?« »Jú, Símon, alt er fyrirgefið og gleymt — næstum því, Sí- mon«. Af því að mannlegt eðli er nú eins og það er, þá þótti mér frekar vænt um að athygli okkar beggja alt í einu beindist að öðru. — Eg heyrði rödd, sem eg þekti Vel, úr öðru herbergi uppi á lofti. Það var dálítið einkennilegt að heyra hana ein- nntt í húsi, þar sem Nelly bjó. Eg hlust- aði ósjálfrátt, þangað til Nelly truflaði mig með hlátri sínum. »ólukkans karlinn — já, hann er hérna. Eg held að hann sé ákveðinn í að fylgja mér, hvar sem eg er — og stundum hefi eg gaman af honum«. »Phineas Tate!« hrópaði eg alveg hissa, því hans var röddin. Eg hefði þekt sálma- söng hans meðal þúsund annara. »Vi'ssuð þér það ekki?« mælti hún. -— »Og hinn fábjáninn, þjónn yðar, er hér altaf öðru hvoru líka. Stundum loka þeir sig inni saman löngum og löngum«. »Eru þeir þá að syngja sálma?« »Stundum, en oft heyrist ekkert til þeirra«. »Er hann að prédika yfir yður?« »Aðeins lítilsháttar. Þegar við mætum hvort öðru í dyrunum, þá hellir hann nokkrum bölbænum yfir mig og lofar mér blessun sinni seinna meir — annað ekki«. »Það var fremur lítilfjörlegt erindi, til þess að takast ferð á hendur alla leið til Dover!« sagði eg. Hún hló. »Einhverntíma hefðuð þér nú viljað fara lengra, til þess að geta notið návistar við mig, Símon!« Þetta var satt. En eg gat ekki annað en undrast yfir Phineas Tate. Hvernig gat staðið á ferðum hans. Gat hann hafa kom- ist að einhverju, sem í ráði var, og var nú kominn til að berjast fyrir trú sinni líkt og Louisa de Quérouaille fyrir sinni, þótt þau beittu ólíkum vopnum. Eg var nú kominn fram í ganginn Nelly stóð í dyrunum og brosti til mín. Eg spurði einskis frekar og lofaði engu. Eg vissi vel að Buckingham gat ekki sýnt sig opinberlega í þessu máli, og að alt yrði því að hvíla á mér, ef eg gæfi mig í það. Eg beið augnablik á ganginum, því eg bjóst við, að Phineas hefði þekt mál- róm minn og mundi koma niður, en hann lét ekki sjá sig. Nelly veifaði hendinni til mín og brosti. Eg hneigði mig og hélt á- leiðis til kastalans. Eg varð að vera þar, þegar hirðfólkið kæmi á fætur ekki minst 21*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.