Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 37

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 37
STOLNI UXINN 179 Undirstaðan í guðfræði Frans var hin sama og i guðfræði kirkjunnar: að Guð væri einn.* »Það er aðeins einn Guð — hinn skap- andi og frelsandi Guð, Guð krossins og hjálpræðisins, Guð náttúrunnar og náð- arinnar, — einn Guð eins og það er einn heimur og einn himinn, — einn Guð lof- aður og prísaður af öllu sem hrærist og andar, frá lægsta skorkvikindi til hins æðsta höfuðengils, frá eilífð til eilífðar«. Þetta var skoðun Frans og fjær Albi- gensunum gat hún ekki staðið. Frans gagnrýndi yfirleitt ekki og reif ekki niður. Hann var »ókritiskur« á ann- að en sjálfan sig. í því var hann ólíkur Valdes.’Nútímasagnfræðingur hefir gert upp á milli þeirra með þessum orðum: »Frans var postuli lífsins, Valdes pré- dikari lögmálsins. Frans boðaði kærleika Krists, Valdes boðorð Guðs. Frans var fullur af gleði guðsbarnsins, Valdes var hinn refsandi vöndur syndarans. Frans safnaði þeim að sér, sem óskuðu lækning- ar og frelsis, en lét aðra eiga sig. Valdes atyrti andstæðinga sína og var hneyksl- unarhella prestanna«. Þessi lýsing nær Frans mjög vel, og sýnir á hvern hátt hann var frábrugðinn öðrum siðbótarmönnum síns tíma. Þeir féllu flestir fyrir þeirri freistingu að snúa umvöndunum sínum að prestastétt- inni og benda á lesti þeirra og ónytjungs- hátt, í stað þess að snúa sér að innri um- bótum hvers einstaklings. Frans skildi hinsvegar strax, að engum umbótum varð til leiðar komið nema með siðbót hvers einstaklings, og þessvegna náði hann þeim siðbætandi áhrifum á sína samtíð- armenn sem hvorki refsiræður annara eða bannfæringar páfanna höfðu getað áorkað. Þetta skildist Jóhannesi kardinála strax. Og við nánari kynningu sá hann að hugur fylgdi máli, þegar Frans sagði við hann: »Guð hefir kallað okkur til hjálpar heilagri trú og til stuðnings prestum hinnar rómversku kirkju«. (Framh.). Stolni uxinn. Józk þjóðsaga, sögð ejtir minni. Endur fyrir löngu var prestur nokkur, sem nefndur er síra Jón, í prestakalli einu norðanvert við Ríp. I' sömu sókn var djákni, en ekki er getið um nafn hans. Síra Jón þótti ágætur kennimaður á stólnum, en þó var því einkum við brugð- ið, hversu dagfarsgóður maður hann var utan kirkju, mátti þar með sanni segja að hann væri sönn fyrirmynd safnaðar- ins, enda var hann virtur og elskaður af öllum. Heldur var hann fátækur af þessa heims gæðum, en það rýrði ekki álit hans, því prestakallið var fátækt heiðakall, og mátti heita að allir berðust þar í bökkum. Þó var það einn maður í kirkjusóknum síra Jóns, sem var meira en bjargálna- maður, en það var herramaðurinn. Hann átti allar engjarnar meðfram ánni og það * Samþykt sem trúarsetning katólsku kirkjunn- ar á Lateranþinginu 1215. 23*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.