Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 24
166 NÝJAR KVÖLDVÖKUR koma fram hjá varðmanninum, sem stóð teinréttur. — Það var konungurinn, og mér var engrar undankomu auðið. Hann stefndi beint á mig um leið og hann svar- aði kveðju M. de Perrencourts. »Hvernig eruð þér hingað kominn, mr. Dal?« spurði hann stygglega. M. de Perrencourt fann, að nú gæti hann hefnt sín. Hann stóð og brosti til mín, en sagði ekkert. Mér varð ógreitt um svar; að síðustu mælti eg. »Mér sýndist M. de Perrencourt vera svo einmana«. »Það sakar engan mann, þó hann sé einsamall dálitla stund«, sagði konungur. Svo tók hann ritföng upp úr vasa sínum og skrifaði nokkur orð. »Les- ið þér þetta!« mælti hann og rétti mér blaðið. Eg las: »Mr. Símon Dal er fangi í herbergi sínu næstu 24 klukkustundir, og má ekki fara neitt út þaðan, nema eft- ir ákveðinni skipun frá konunginum«. Eg varð heldur en ekki langleitur. — »En ef Monmouth þarfnast þjónustu minn- ar...?« byrjaði eg. »Þá verður hann að vera án yðar«, greip konungur fram í. »Viljið þér rétta mér arm yðar, M. de Perrencourt?« Þeir leiddust burtu, en eg stóð eftir og bannsöng forvitni mína, sem nú kom mér í koll. »Þetta varð þá úr hinu góða höfði, sem átti að þjóna Bueking- ham«, sagði eg við sjálfan mig og labbaði af stað áleiðis til herbergis míns. Sannleikurinn var sá, að eg hafði mjög mikla ásæðu til að vera óánægður með hlutskifti mitt, því á þessum sólarhring, sem eg átti að vera fangi, var það senni- legt, að þeir viðburðir mundu gerast, sem eg hafði ásett mér að eiga þátt í. Nú gat eg ekkert gert. Að minsta kosti ætlaði eg þó að koma orðum niður til Nelly og láta hana vita, að nú gæti eg ekki orðið að liði. Það fyrsta, sem eg því gerði, þegar eg kom til herbergis míns, var að hrópa á Jónas. Þetta var um hádegisbil, og samt var ómögulegt að finna hann; og þegar eg leit út fyrir dymar sá eg þar, ekki Jónas, heldur vopnaðan varðmann. »Hvað* ert þú að gera hér?« spurði eg. »Að sjá. um að þér farið ekkert út«, svaraði hann- og glotti. Konungi var þá um það hugað, að halda. mér föngnum. Mér þótti vænt um, að- hann hafði sett vörð við dyrnar, því eg hata freistingar, og það er ekki líklegt að eg hefði ekki freistast til að fara út anri— ars eins og á stóð. En hvar var Jónas — og hvernig átti eg að koma orðum niður í bæinn? Eg fleygði mér upp í rúmið f dýpstu örvilnun. Eftir litla stund opnað- ist hurðin og Robert, þjónn Darrels, kom inn. Hann kom með skilaboð til mín frá Darrell, sem bað mig að borða kvöldverð hjá sér. Ek skýrði málavexti fyrir hon- um, og bað hann mig þá að lána húsbónda sínum nokkrar flöskur af víni, og sagðí um leið og hann tútnaði út af stærilæti, að konungurinn sjálfur ætlaði að borða hjá Darrell um kveldið. — »Þá er eg lög- lega afsakaður«, sagði eg, því engum er það kunnara en honum, hvers vegna eg get ekki komið«. Robert fékk vínflöskurnar, sem Jónas . hafði komið með um morguninn, og hélt heim á leið vel ánægður með erindislokim En eg hélt áfram að bölva sjálfum mér fyrir klaufaskapinn, að láta loka mig þannig inni. XIV. KAPITULI. Bikar konungsins. Nú hefði presturinn að líkindum loks verið ánægður. — Eg var að reyna að stytta mér stundir með að hugsa um þaðr á meðan eg sat í herbergi mínu, sem nú var fangaklefi, og horfði á arið í sólar- geislanum frá hinum þrönga glugga hátt uppi í veggnum. — Presturinn hafði aldrei verið í vafa um spádóminn hennar Betty gömlu. Eg þóttist geta séð, hvernig hann nú mundi vagga höfðinu með á- -

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.