Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 6
148 NÝJAR KVÖLDVÖKUR anvindur. Augnaráðið varð ennþá hlýrra og honum vöknaði um augu. — Vorið, sólin og sunnangolan — æi-já. Eggert hóf upp kveðskapinn, og kvað með rámri rödd: »Ætti eg ekki, vífa val, von á þínum fundum, leiðin eftir Langadal löng mér þætti stundum«. — Þú ættir annars að taka harmoníku- garminn þinn með í ferðalög, Eggert minn, sagði Þorlákur. — En þú þá fíólínið — en hvar er nú flaskan húsbóndi minn, mig þyrstir svo rækalli, þegar eg kveð, sagði Eggert. — Nei, Eggert, nú færðu ekki nokkurn dropa meira — þú ert fullur, sagði Þor- lákur með uppgerðar myndugleika. — ó, jú, dálítið, bara ögn, bað Eggert — þetta er lífið, sjálft lífið úr brjóstinu á mér! Þorlákur hló og rétti honum flöskuna. — En kveddu þá eitthvað, sem gaman er að, hundinginn þinn! Eggert sótti í sig veðrið, en áður en hann næði að hefja upp röddina með aðra vísu, spratt Guðmann gamli upp, baðaði út höndunum og næstum því hrópaði með grátstaf í hálsinum: — Nei, nei, þetta er góð vísa — kveddu hana aftur, aftur og aftur — við höfum verið að kveða hana í þúsund ár.... Svo settist han niðnur aftur og hélt ræðu sinni áfram. Grátstafuí'inn hvarf smám saman úr rómnum, en hann varð hás af einskonar feimni, stundum gat hann ekki meira en hvíslað, svo erfitt veittist honum að klæða í orð hugsanir og tilfinningar, sem hann ef til vill árum saman hafði alið í brjósti sér, en ávalt þagað yfir: — Svona hefi eg ávalt hugsað mér það — eg á mynd af því í huganum. Við hröð- um ferðinni, vonum, væntum — þær vænta og bíða, o, þær. . það... heima bíð- ur — bíður í sultinum og snjónum — bíða okkar — vænta okkar... okkar sem komum óravegi að. . en heima í hai’ðind- unum er það — konurnar, börnin.... Við hröðum okkur, því að heima eru vonirnar okkar, og heima er biðið... biðið.... — Er nokkuð eftir í flöskunni, Eggert — nokkuð til að styrkja hjarta gamla mannsins? spurði Þorlákur og tók flösk- una af Eggert. — Hérna, gamli vinur, drektu nú það sem eftir er! Guðmann drakk það sem eftir var í flöskunni í einum teig. — Guðlaun fyrir dropann, Þorlákur minn! Nú líður okkur vel — hvað ætli svo sem ami að okkur? Við erum komnir til vorsins... við... en það heima — já — það bíður okkar á helköldu hjarninu. — Æ-já, þar er þolinmæðin, þar hefir manni lærst að »leiðin eftir Langadal« er löng leið. En nú komum við líka, við kom- um sömu leið og sunnangolan. — 0, já, Þorlákur minn, þú ert nú ungur, og þú ert alinn upp við allsnægtir, og ekki vænti eg, það hafi verið þurð í búrinu hjá þér, þó seint voraði á stundum, þess vegna ert þú þessu ókunnur, þú veizt naumast hvað það er — þetta altaf að bíða og vænta og vona að vorið komi nú. — O, jú, kannske hefir þú þráð vorkomuna, já, en það er ekki á sama hátt fyrir þér eins og fyrir okkur gömlu körlunum, við vitum hvað það er — allir sem eru gamlir hér á landi vita það. Það er eitthvað inni í brjóstinu á okkur, eitthvað, sem deyr, það er eitt- hvað, sem okkur hefir dreymt, eða kann- ske áttum við það í raun og veru, þegar við vorum ungir. Eg veit ekki hvað það er, en eitt er víst: það deyr smám saman, deyr á meðan við erum að bíða. Málrómurinn varð óskýr og hvíslandi, en hann hresti sig upp, eins og safnaði öllum kröftum til þess að reka brenni-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.