Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 43
BÓKMENTIR 185 Icelandic Lyrics — íslenzk Ijóð. — Valið og búið undir prentun hefir Ricliard Beck. Útg. Þórhallur Bjarnarson. Rvík. 1930. Þessi fallega bók mun vera ein þeirra bóka, sem út hefir komið í tilefni af Al- þingishátíðinni í sumar. Birtist þar úrval ljóða eftir íslenzk skáld frá byrjun 19. aldar og fram á vora daga — hefst með Bjarna Thorarensen og endar með vestur- íslenzku skáldunum. Alls eru það þrjátiu skáld, sem þannig eru kynt enskumæl- andi mönnum — alt saman valdir full- trúar íslenzkrar ljóðlistar. Fylgir mynd hvers höfundar með kvæðum hans og nokkur orð, þar sem Richard Beck gerir grein fyrir helztu æfiatriðum og verkum hvers skálds. Síðast í bókinni er hinum mörgu og góðu þýðendum gerð sömu skil, svo hér felst talsverður fróðleikur um ísl. bókmentir og bókmentamenn, og er ekki ólíklegt að hún komi einkum þeim að not- um, sem hún fyrst og fremst á erindi til, en það eru auðvitað afkomendur íslend- inga í Ameríku, sem ekki eiga kost á að kynnast þessum hlutum á tungu feðra sinna, og það má búast við að þeim fari heldur fjölgandi en fækkandi með árun- um, þrátt fyrir að þessi bók er gleðilegur og aðdáanlegur vottur þess, að íslenzkan og íslenzkur andi lifir og á bæði fjör og þrótt meðal yngri kynslóðarinnar vestan hafs, því að allflestar ljóðaþýðingarnar eru einmitt gerðar af Vestur-íslending- um, og meðal þeirra eru aftur margir, sem eru fæddir vestra eða hafa fengið þar állan sinn andlega þroska og þekkingu. En þýðingar þeirrá sýna, að þeir varð- veita og lifa í því bezta af íslenzkri and- legri menningu engu að síður. Richard Beck á þakkir skilið fyrir að hafa safnað þessum þýðingum í bók og aukið gildi þeirra með formálum sínum; og útgefandinn á einnig þakkir skilið fyr- ir hina smekklegu og einkarvönduðu út- gáfu. Ríkhar&ur Jónsson: Myndir. Aðalsteinn Sigmundsson sá um útgáfuna. Rvík. 1930. Myndaverk Ríkharðs Jónssonar er fall- egt og eigulegt verk. Er vel frá því geng- ið, pappír vandaður og myndprentunin hefir tekizt einkar vel; er líklegt að margir vilji eignast þessar myndir af hinum mörgu verkum Ríkharðs, því þarna eru sýnd þau helztu og beztu: tré- skurðir, höggmyndir, rissmyndir og teikningar. Sumstaðar hefði maður getað óskað sér að valið hefði verið lítilsháttar öðru- vísi, einkum finst mér að sumar teikning- arnar hefðu mátt vanta, en það er vitan- lega smekksatriði og því eigi hægt að deila um það. Aðalsteinn Sigmundsson hefir séð um útgáfuna; og er formáli rit- aður af honum, getur hann þar helztu æfiatriða Ríkharðs og rekur starfsferil hans. Fylgir mynd listamannsins formál- anum. Að lokum er myndaskrá á þrem tungumálum: sænsku, ensku og þýzku, upplýsingar ura myndirnar (á íslenzku) cg eftirmáli. — Það, sem einkum virðist hafa mistekizt við útgáfuna, er sænska myndaskráin; þó það í sjálfu sér geti' þótt lítilsvert, þá er það fremur leiðin- legt, að finna altof margar mál- og rit- villur í þesskonar skrám, sem íslendingar semja á erlendum málum, að minsta kosti mega útlendingar láta sér detta sitt hvað í hug uni kunnáttu og vandvirkni íslend- inga, þegar þeir sjá móðurmál sitt þann- ig útleikið (yfir 20 villur á 2 bls.). Jón H. Þorbergsson: Land- nám. Akureyri. 1930. Því miður er ekki hægt að geta þessa athyglisverða rits eins og skyldi hér. En 24

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.