Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 13
SÍMON DAL 155 mynd, að Carford mundi ekki láta hann fara sínu fram. »Hann kemur ekki, — og ef hann kæmi, þá mundi hann halda með mér og ekki með yður!« hrópaði hann. »Þér vitið, sir, að Carford hefir beðið um hönd mína!« svaraði hún kalt og með þykkju. — »En Carford finst ekki hönd yðar í neinu verri fyrir það, þó eg hafi kyst hana«, svaraði Monmouth. — »Þér vitið ekki hversu frjálslyndan og ágætan mann þér fáið, mistress Barbara«. Eg var nú staðinn á fætur, og þegar eg gægiðst fram fyrir stólinn, sá eg að hann ætlaði að grípa hönd hennar en hún varði sig. Hann hló og kom ennþá nær henni. Eg heyrði lágt þrusk uppi í stiganum og þegar eg leit við sá eg Carford gægjast niður, en hann hvarf í sama augnabliki aftur þangað sem hann var falinn, en eg gat nú greint skugga hans þar sem hann stóð. Monmouth hrópaði lágt og sigri hrósandi, nú hafði hann náð í hönd Bar- böru, sem hann kysti í ákafa. Barbara stóð eins og stirðnuð. Hertoginn slepti ekki hönd hennar, en sagði ertnislega: »Heyrðu, fagra flónið þitt, ætlarðu að neita gæfu þinni? Manstu ekki að eg er sonuf konungsins?« Það var of skuggsýnt til þess að eg gæti séð hana vel. — Hann hélt áfram í lægri róm: »Og eg get orðið konungur — merkilegri hlutir en það hafa komið fyrir. — Hvað mundir þú segja um að verða drottning?« Hann hló um leið og hann spurði. Hann var ekki nógu mikill undirhyggjumaður til þess að geta látið sem hugur fylgdi máli. »Lofið þér mér að fara«, heyrði eg hana hvísla nieð titrandi bænarróm. »Jæja, í kveld skaltu fá að fara, ástin mín, en eg verð að fá koss fyrst — það sver eg!« Hún Var orðin hrædd og reyndi að komast frá konum með góðu: »Þér hafið tekið hönd ^ína til fanga, yðar tign«, sagði hún, »þér getið gert við hana eins og þér vilj- Jð«. »Hönd yðar! Nei, í þetta sinn vil eg fá að kyssa yður á munninn!« hrópaði hann og tók utan um hana. Nú þoldi eg ekki mátið lengur — og eg var búinn að halda mér í skefjum talsvert lengur, en mér var geðfelt, vegna þess að hingað til hafði eg séð að bezt væri að láta hana vera eina um að verja sig. En nú var eg kominn að takmörkum þolinmæði minn- ar. Eg kom fram fyrir stólinn, en á næsta augnabliki flaug eg í fylgsni mitt aftur. Monmouth stóð kyr. Með annari hend- inni hélt hann um hönd Barböru og hinni um mitti hennar. En hann sneri andlit- inu að uppgöngunni. Þar uppi heyrðist mannamál, og hann hafði heyrt það —- eins og bæði Barbara og eg höfðum heyrt það. »Hér má enginn fara út!« heyrði eg Carford hrópa í skipunarróm. »Farið þér frá, sir«, var svarað með rólegri en valds- mannslegri rödd. Carford hikaði allra snöggvast, en svo hröklaðist hann til hlið- ar upp að veggnum, eins og honum væri í mun að gera sig eins fyrirferðarlítinn og auðið yrði. Maðurinn, sem kom niður, gekk hægt og rólega, en hiklaust þvert yfir salinn, þangað sem Barbara og her- toginn stóðu. Uppi yfir okkur heyrðist fótatak og' mannamál. Ráðstefnan í mál- stofu konungs var enduð, og þeir, sem þar höfðu verið, voru á leið til herbergja sinna; en eg veitti þeim enga athygli. Eg starði aðeins á þennan mann, sem leyfði sér að trufla hertogann. Nú þekti eg hann. — Það var M. de Perrencourt. Hann gekk beint að Monmouth, sem virt- ist vera orðinn að steingerfingi. Eg sá, þrátt fyrir hina daufu birtu að andlit hans var alvarlegt og ákveðið í hverjum drætti — en eg gat ekki séð augnaráð hans — en það er það, sem bezt getur sagt um skap mannsins. Carford lét ekki á sér kræla. Barbara sjálf var grafkyr, eins og stirðnuð, en augu hennar fylgdu hreyfingum de Perrencourts. Hann stóð 20*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.