Ný dagsbrún - 01.01.1904, Blaðsíða 63
HVERT STEFNIR?
57
fyrir þctta að kyrkjan missti þau áhrif, scm hún hafði íiður
í borgaralegum málum. Þetta var það, sem aðskildi hana
fr& þeim þýðingarmesta hluta þess starfs, scm hún hefði
getað unnið, og sem gjðrði hana eins gagnslitla stofnun,
og dauða stofnun, eins og hún er. Og það er ekki slzt
fyrir þetta, að það er svo árfðandi að láta sjerstakan heigi-
blæ hvfla yfir henni frckar en öðrti, svo það skuli sýnast
svo sem hún hafi sjer eitthvað til ágætis. En kyrkjan nær
aldrei þessum áhrifum aftur, og nær aldrei tækifæri til að
hafa full og eðlileg áhrif á mannlffið, fyr en hún hættir að
helga allar gj'irðir sfnar með innblásnum trúarbragðalcg-
um staðhæfingum, — fyr en hún segir skýiaust, að hún
standi ekki á innblæstri heldur á skynsamlegri hugsun, þvf
þá fyrst er hægt að trúa hcnni fyrir að meðhöndla mann-
fjelagsins mál, sem oftast eru álitamál, og sem verða þvf
að samrýmast þekkingu og reynzlu, cn ekki staðhæfing-
um, sem ekki má draga f efa.
Það finnaallir hugsandi menn tii þess að kyrkjunaskort-
ir citthvað sem gæti gcfið henni lífoggj irt hana þýðingar-
mikla, og við athugun finnur maður hvað það er,sem hana
skortir. Hana skortir trú. Hún hefir trú á það örannsakan-
iega og órannsakaða, en skortir trú á hið rannsakanlega og
ránnsakaða, rjett eins og hið rannsakanlega hl) ti að vera í
mótsögn við hið órannsakanlega. Hún þykist hafa trú á til-
vcrunni, en hefir þó ótrú á manninum. Ef kyrkjan legði ekki
einungis áherzlu á,að útskýra samband mannsins við guð, á
þann háttsem hún skilur það, hcldur legði lfka áherzlu á,að
útskýra sambandið milli mannanna sjálfra,—ef hún vildi og
gæti gjört betri tilraunir til að svara spurningunni, sem
Kain spurði: ,,Á jeg að gæta bróður mfns ?“ þá mundi
hún gcta náð þvf stigi að heita velferðarstofnun í fyllsta
skilningi. Menn finna til þess að hún ætti að vera upp-
frœðslustofnun í öllum akilningi, og kyrkjubyggingin sjálf