Ný dagsbrún - 01.01.1904, Blaðsíða 68
62
NÝ DAGSBRTÍN.
rjettarins, hins allra-kristilegasta drtmstóls, sem nokkurn
tfma hefir settur verið til að frelsa sálirnar og vfðfrœgja
dýrðina skaparans og auka og efla hans'ríki og veldi, þeg-
ar menn undan þumalskrúfunum, undan spænsku stígvjel-
unum, eða úr hinu logandi báli þúsundum saman hófu
neyðarvein sfn og angistaróp upp til himnanna foður.
Þær hafa vcrið breytilegar á hverri óld þessar liug-
myndir, og þær hafa verið mismunandi hjá hverjum þjóð-
flokki. Lftum til Barthólómeusnœturinnar á Frakklandi,
1572, þegar Katrfn af Medicf Ijet myrða Frakka þúsund-
um saman. Allt fram á þenna dag eru þessar hugmyndir,
liinar siðferðislegu, harla ólfkar hjá þjóðunum, þar sem t.d.
sumar Eskimóaþjóðir bera cnn þáútbðrn, skilja við veika,
aldraða foreldra sína til að láta þá dcyja út af hjátpar-
lausa, o. s. frv.
Því er cins varið með tilfinninguna fyrir hinu fagra,
eins og fyrir hinu góða og rjcttláta. Svertinginn hefir allt
aðra liugmynd um líkamlega fegurð, cn hinn hvíti maður.
Svartir menn hugsa sjer guð svártan, og hafi þeir lítið citt
heyrt um Krist, þá hugsa þeir sjer hann svartan, og eins
er það mcð sumar aðrar hugmyndir þeirra, að þær cru
frábrugðnar hugmyndum hvítra manna.
Heimsspekingarnir gómlu slóu fóstum vissum grund-
vallarhugmyndum rjettlætisins og fegurðarinnar, eins og
þeir Zóró“aster, Confúcíus, Búddha, Sókrates, Plató og
hinir grfsku heimspekingaflokkar, ogcngum lifandi manni,
sem nokkuð þekkir til sógu mannkynsins, kemurtil hugar,
að neita þvf, að hugmjmdir þessar hafi haft ákaflcga mikil
áhrif á þjóðirnar ; þær hafa leitt þjóðirnar fram til siðfág-
unar og menningar, og enn þann dag f dag eru milljónir
manna, sem telja siðalærdóma þessara hinna gfimlu spek-
inga hið helgasta og háleitasta, sem heimurinn nokkru
sinni geti eignast.