Ný dagsbrún - 01.01.1904, Blaðsíða 88
82
NÝ DAGSBRÖN.
Það er framtíðin, menningin, hin andlega og siðferðislega
þroskun, sem vjer þurfum að hafa í huga fremur öllu öðru.
Ef að þessu verður ekki breytt, ef að þessi stefna
verður ekki löguð, þá hlýtur hún að stefna, og stefnir nú
þegar, 1 þA áttina, að ala upp skálka, og leggja niður f eðli
þeirra grundvöllinn að sk&lkapörum og skammastrikum.
Hún hlýtur að hafa þau áhrif, að hjá hinum unga og upp-
vaxandi lýð kæmist inn meira og meira af þrælslegum
hugmyndum, hugmyndum, sem gjöra menn hugdeiga,
svikula, lýgna og óráðvanda. En jeg vil þá látaþað verða
opinberlega viðurkennt f heyranda hljóði, að lygin og ó-
svífnin væru hið eftirsóknarverða. Jeg vildi þá hafa þræls-
markið þar, sem það sæist á hverjum einum. Jeg vil ekki
hafa neitt pukur, eða undirferli, eðatvfmælgi, eða orðaleik
við þetta, en viðurkenna og játa það þá hreint og beint f
heyranda hljóði.
Þetta er það, sem jeg sterklega vil vara menn við.
Þetta er það, sem fyrir mfnum augum eykst og dafnar
með degi hverjum. Þetta er það, sem rfður miklu mcira
á að frelsa menn frá, en að frelsa sálir þeirra frá fmynduðu
helvíti annars heims. Þetta er það, sem jeg vona að allir
únftarar vilji berjast fyrir, — að rejna að breyta þessari
andlegu stefnu, sem liggur til grundvallar fyrir öllum öðr-
um stefnum, sem liggur til grundvallar fyrir ullu lffi ein-
staklinganna. Vjcr verðum að setja oss hugsjón, ,háa,
hreina, göfuga, elskulega hugsjón, og reyna að ná henni
betur og betur, reyna að komast einlægt hærra og hærra.
Til þess þurfum vjer hjálp allra góðra manna, prcstanna,
skáldanna, kennaranna, blaðamannanna, og vjer skorum á
alla ærlega, sannleikselskandi menn, að hjálpa oss sem
þei/^ramast geta, þvf að fyrir mfnum augum er hjer voði
fyrir dyrum.