Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 4
42 VALGERÐUR N. Kv. „Já, hún var það nú næstnm líka fyrir mér, blindum og magnvana vesalingnum,“ og hann brosti hýrt eins og barn. „Sigga hljóp ofan á bryggju að sækja fisk í soðið, en Valla litla r ill láta sinna sér meira en ég get komið við.“ „Heitir hún máske Valgerður?" „J<t* Valgerður leit á litla andlitið í fangi sér. Það var frítt og velskapað, og dökkblá aug- un störðu forvitnislega á hana. Hún brosti við við þessum skæru augum, og barnið stakk gulhærðum kollinum undir vanga hennar. „Þetta er þá nafna mín,“ sagði hún blíð- lega og klappaði mjúkt á bak litlu telpunn- ar, um leið og lnin settist niður með liana. „Þér eruð nýja hjúkrunarkonan?" sagði gamli maðurinn rólega. María mín sagði mér frá yður.“ „Er það dóttir yðar?“ „Nei, hún er systurdóttir mín, móðir teplnanna." „Eigið þér engin börn á lífi?“ Hún bar liægt frarn spurninguna, og eftirvæntingin skein úr augum hennar. „Nei. Guð tók frá sér soninn minn eina fyrir sex árum.“ Valgerður hrökk við, svipur hennar bar vott um innilega samhyggð og djúpa hryggð. Hún greip höndina, sem lá ofan á sænginni, og þrýsti hana innilega. „Ég samhryggist yður af öllu hjarta.“ Orðin féllu lágt og slitrótt. „Þakka yður fyrir,“ sagði hann og klapp- aði hönd hennar með hrukkóttri og mag- urri hönd sinni. „Það var ógnar sárt í bili. Við Jóhann minn vorum svo samrýmdir, og ég vonaði að fá að eyða dögum mínum hjá lionum. En Guð liefur haft einhvern góðan tilgang með því að taka hann frá mér, og hvf skyldi ég þá kvarta?“ Hún aðskildi ekki liendur þeirra, en þrýsti hönd hans vingjarnlega. „Hann dó eins og hetja, einn af fjórum á skipi sínu, sem sökk meðan báturinn fór með hina í land. Lík þeirra fundust nokkr- um dögurn seinna. Hann hvílir á mér ókenndum stað. Ég hafði einhvern veginn ekki kjark til að sjá gröfina hans þessi tvö árin, sem ég var heilbrigður eftir það.“ „Það liafði nú heldur enga þýðingu,“ sagði hún, og augu hennar stóðu full af tár- um. „Þér munið, hvað engillinn sagði við gröf Krists: Hann er upprisinn og er ekki hér. Sálir vina vorra eru oss oft nálægar, þótt líkaminn hvíli fjarri.“ „Þetta eru huggunarrík orð,“ sagði hann þýðlega. „Jóhann minn var trúhneigður og fól allt sitt ráð forsjón Guðs. Hann var ný- trúlolfaður góðri stúlku, sem var sömu skoðunar og hann í trúarefnum. Ég hef oft beðið Guð að styrkja liana í sorg sinni, þótt hún viti líklega ekkert um mig, og ég fái aldrei neitt af lienni að frétta.“ „Hvað hét lnin?“ „Anna.“ Valgerður dró hönd sína hægt úr hendi hans, stóð síðan á upp og lagði barnið aftur í vögguna, lagaði kringum það, gaf því pel- ann og klappaði mjúklega ofan á það og nrælti síðan: „Enginn getur sagt, hvað einhvern tíma kann að verða, góði gamli maður. Guð hef- ur ótal vegi til að gleðja og lnessa, sem við þekkjum ekki. Nafna mín er nú sofnuð, og nú ætla ég að kveðja í þetta sinn, en mig langar til að Jíta hér inn oftar, ef ég má.“ „Ef þér megið.“ Gamli maðurinn hreyfði hendur sínar óþolimnóðlega. „Mér hefur liðið svo vel þessa stund, og ég vildi óska, að þér kæmuð hingað sem oftast. — Má ég annars ekki segja — þú?“ spurði hann lítið eitt hikandi. Hún tók aftur í liönd hans: „Jú, það skul- um við einmitt gera. Komdu blessaður og sæll -?“ Hann brosti. „Ég heiti Jóhann, ekki var nú kurteisin svo mikil, mín megin, að nefna mig strax fyrir þér.“

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.