Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 23
'N. Kv. SVEINN SKYTTA 61 sér upp fyrir framan hana, því að foringjarn- ir höfðu þegar sprottið á fætur og þyrpzt að Inger. „Unnusta þín, bannsett bleyðan!" kallaði skeggjaður foringa og þreif í höndina á Inger. „Hún er unnustan mín!“ „Já, og mín!“ „Og mín líka!“ „Út með þig, þorparinn þinn! sagði for- inginn og ýtti Ib fram að dyrunum. Svört augu Ibs leiftruðu eins og tvær eldingar, er hann brá sér til lrliðar og dró korða sinn, en þá kom einn foringjanna til sögunnar og skakkaði leikinn í svip, er hann mælti: „Maðurinn hefur sannarlega rétt, og hann skal hafa stúlkuna sína í friði. í kvöld drekkum við og gleðjum okkur og látum kvenfólk eiga sig. Farðu ofan, varðstjóri, og biddu ráðsmanninn að koma upp með enn eina körfu vínflöskur. Ég skal gá að stúlk- unni iitlu á meðan.“ Ib liugsaði sig um sem allra snöggvast, stakk síðan korða sínum í slíðrin og fór fram fyrir. En í sama vetfangi sem hann steig fram yfir þröskuldinn, var hurðinni skellt aftur að baki honum, og fyrir innan kvað við skellihlátur. „Nú erum það við, sem eigum hana!“ kallaði foringinn, sem hafði ginnt Ib til að fara. „Ekki enn!“ l)rópaði Ib í bræði og beitti herðum sínum svo hart á hurðina, að brak- aði í öllum skeytum, og spratt hurðin síðan upp og þeyttist í fangið á Svíanum, sem var að bogra við að koma slánni fyrir. Ib gekk inn á gólfið, greip hönd Ingu og setti hana að baki sér upp að veggnum. „Fjandinn hafi það!“ lirópaði hann og sveiflaði korðanum, svo að þeir hörfuðu undan, sem næstir voru. „Við skulum þá leika bardaga, fyrst ykkur er það svo liug- leikið, og þá sjáum við, liver á stúlkuna!" Askorun þessari svaraði hópurinn með háu öskri. „Skál fyrir varðstjóranum!" hrópaði sá skeggjaði og hljóp yfir að arninum eftir korða sínum. „Hann ætlar þá að leika héra í hundahóp. Það getur svei mér orðið gaman.“ Hinir foringjarnir höfðu þegar myndað hálfhring utan um Ib, sem stóð gagnvart þeim, þungur á brún og með samanbitnar varir og beið árásar þeirra. En skyndilega dreifðist hópurinn og foringi einn gekk fram fyrir árásarmennina. Hafði hann risið upp í horni salsins, þar sem hann hafði búið sér legurúm á tveimur stólum og fylgzt með því, sem þar gerðist, án þess að taka þátt í drykkjusvalli rélaga sinna. í hendinni hélt hann á kerti, sem hann hafði tekið á borð- inu, og féll nú birta þess á andlit hans. Svip- ur Ibs gerbreyttist í einni svipan, er hann sá þetta alvarlega andlit og karlmannlega. „Þekkirðu mig aftur?“ spurði foringinn. »Já-“ „Farðu þá og skildu stúlkuna þína eftir.“ „Já!“ svaraði Ib og stakk korðanum í slíðrin, sneri baki við drykkjubræðrunum, er stóðu glápandi og steinhissa, og fór síðan burt. Maður sá, er svo óvænt hafði gripið liér fram í og stöðvað óeirðirnar, var Kernbok höfuðsmaður. Þegar Ib kom ofan aftur í húsagarðinn, sá hann ráðsmanninn standa þar náfölan og skjálfandi og stara upp í glugga riddara- salsins. Lá við, að Ib rynni í skap við karl- inn, en er hann varð þess var, live skelk- aður og kvíðinn gamli maðurinn var, lagði hann hönd sína á öxl hans og rnælti: „Þér skuluð ekki vera hræddur um Ingu. Þeir gera henni ekkert mein. Ég hitti þarna uppi mann einn, sem tók á sig ábyrgðina." „Hvaða maður var það?“ spurði ráðs- maðurinn forviða. „Sænskur höfuðsmaður.“ „Svíi?“ endurtók ráðsmaðurinn og and- varpaði. „Hvaða hjálp er svo sem í því?“ „Verið óhræddur, Kasper Dam!“ sagði

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.