Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 8
46 VALGERÐUR N. Kv. hans og spurði þegar, hvort nokkuð væri að heima hjá honum. „Nei, nei!“ svaraði hann hlæjandi, ,,við feðgarnir erum stálhraustir, en erindi mitt er að bjóða yður á lítinn dansleik, sem við unga fólkið ætlum að halda í kvöld.“ Valgerður aðgætti svip hans. Augu hans glömpuðu, og það duldist ekki, að honum var þetta áhugamál. „Ég er hrædd um, að koma mín þangað verði engunr til ánægju, því að ég er klaufi að dansa og ónýt að skemmta mér eða öðr- um á þann hátt.“ „Þér komið nú samt!“ Málrómur hans varð svo aumingjalegur, að hún átti bágt með að verjast hlátri. „Jæja, ég þakka yður boðið, og ég skal koma, verði ég ekki teppt við sjúklinga. Hvenær á skenrmtunin að byrja?“ „Klukkan átta; en ég skal sækja yður á réttum tíma, þér þurfið ekki að bera neinn kvíðboga fyrir því.“ Valgerður skellihló. „Nei, í öllum ham- ingjubænum, farið þér ekki að finna upp á þeirri vitleysu, því að þá kem ég bara alls ekki. Mér iyndist það nróðgun, ef nokkrum dytti það í hug, að ég konrist ekki einsönrul hérna um þorpið í góðu veðri.“ Svipur hans lýsti vonbrigðum. Hún var sannarlega ólík öðrum stúlkunr, þessi, og þó bar hún af þeim öllum eins og gull af eiri, hugsaði hann, er hann gekk lrægt lreim á leið eftir að hafa kvatt liana með handa- bandi. — En hvað lrönd hennar var nett og mjúk. Það var unun ag halda í hana og eiga von á því að mega dansa með eig- anda handarinnar í faðmi sér. Hann réð sér varla fyrir fögnuði og steig dansspor eftir götunni og lenti þá beint í fangið á Ellu, sem kom fyrir húshorn rétt í sömu svifunr. Hún hrökk við og hörfaði snöggv- ast undan: „Það er naumast sláttur á þér!“ Rómur- inn var þykkjulegur og þóttasvipur á and- liti hennar, er hún aðgætti svip hans ,,Já!“ sagði hann glaðlega og steig dans- spor til hliðar. „Það er nú heill hálfur mán- uður, síðan nraður hefur létt sér upp, og eiga nú von á dansi í kvöld! Hlakkarðu ekki til, Ella!“ Ella kastaði hnakka. „Ætli það sé bara dansinn, sem þú hlakkar svona til. Ætli til- hlökkunin sé ekki frekar eitthvað í sam- bandi við þá dökkklæddu?“ „Ertu vitlaus, stelpa!“ sagði Skúli lilæj- andi, „líklega neyðist ég til að dansa við liana eins og aðrar.“ „Já, þessi líka neyðin! — Þú skyldir þá ekki elta hana með augunum, hvert sem lnin fer, og nú síðast koma beint frá henni, — en sem betur fór, bauð hún þér nú ekki inn!“ Skúli hnyklaði brýrnar. „Mér þykir þú eft- irtektarsöm. En finnst þér það nokkurt til- tökumál, þó að ég segði henni frá dansinum, úr því að ég gekk þar framhjá? Æ,“ bætti hann við og gretti sig, „þér fer svo illa þessi þykkjusvipur. Vertu nú aftur yndið mitt glaða, sem ég þrái alltaf að hafa hjá mér!“ Hann brosti til hennar, en hún leit ekki á hann og gekk þegjandi leiðar sinnar. „Ja, hver skrambinn, hún er þá bara svona reið,“ hugsaði Skúli. „Ég verð að gæta mín betur framvegis, ég þoli ekki, að gangi sundur nreð okkur, fyrr en konan er fengin, og vonandi verður þess ekki langt að bíða.“ — Dansinn var byrjaður fyrir nokkru, þegar Valgerður konr inn og Sólbjört með henni. Skúli gekk þegar á nróti henni. Hann var lreitur og ör af dansinunr, og augu hans ljómuðu af gleði og þrá. Hann greip hönd hennar og ætlaði annað hvort að leiða hana til sætis eða í dansinn, en hún kippti snöggt að sér hendinni, sneri sér að Sólbjörtu og sagði: „Þarna inni á bekknunr getum við fengið okkur sæti,“ og þangað lréldu þær. Skúli stokkroðnaði og sneri aftur inn í danshópinn, þungur á svip. Svona augljósa

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.