Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Síða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Síða 14
52 SVEINN SKYTTA N. Kv. ast upp að kofaveggnum. Honum varð hálf- hverft við og greip skammbyssu sína. Ib steig í sömu svifum fram að höfði hestsins og staðnæmdist þar. Skuggamyndin við vegginn rétti upp báðar hendur í áttina til höfuðsmannsins og hvæsti: „Við skiptum til helminga!" Mannheimer þekkti óðar þessa stynjandi rödd og kvalræðislegu; liann skellti upp úr og kallaði hæðnislega: „Ja, fjandinn sjálfur! Þar er þá Surtla gamla komin!“ „Við skiptum til helminga!" sagði hún aftur. heiftarlega og æst og stakk fram ná- fölu smettinu. „Já, skrattinn á gráskjóttum skipti við þig!“svaraði Manheimer og spanaði skarnin- byssu sína og stakk henni fram fyrir augun á Ib með skýru og ótvíræðu látbragði. Því næst reið hann af stað frá kofanum. Ib fylgdist með honum við hlið hestsins. Hann hafði ekki augun af skammbyssunni. Hestur Manheimers kastaði til höfðinu, blés þungt og stökk út á hliðina. Ib fylgdist með öllum hreyfingum hans. „Hver djöfullinn gengur að bölvuðum klárnum?“ kaiiaði Manheimer upp og tók fastar í tauinana. „Talið ekki svona hátt, strangi herra!“ sagði Ib. „Mér sýnist ég sjá gegnum þok- una, að það sé maður þarna neðra við ströndina. Ef til vill er Sveinn þegar kom- inn.“ Manheimer liikaði ögn og leit síðan í átt- ina. En í sama vetfangi rak hesturinn upp sársaukablandið hnegg, setti undir sig haus- inn og stökk hátt upp í loftið, og áður en Manheimer væri búinn að átta sig og jafna taumhald sitt, tók hesturinn annað stökk, prjónaði síðan og fleygði sér flötum ofan í snjóinn og sló með höfðinu fram og aftur. Manheimer hafði sleppt reipinu og misst skammbyssuna, um leið og hann féll með hestinum. „Komdu og hjálpaðu mér!“ kallaði hann. „Mannfjandi! Hvaða galdrakunstum hef- urðu beitt við hestinn minn?“ „Æ, strangi herra!“ svaraði Ib rólega og brosandi, „ég gerði nærri því ekki neitt, ég stakk bara ofurlitlum mola af brennandi tundri í eyrað á lionum." I sömu svifum kom maður fram á milli sandhryggjanna, hann gekk fast að Man- heimer og hleypti af skammbyssu rétt í brjóstið á honurn. Höfuðsmaðurinn rak upp hljóð og hneig niður í snjóinn. Hest- urinn rak upp hnegg og þaut af stað eitt- livað út í bláinn. Um leið og Manheimer rak upp liljóðið, lieyrðist þunglamalegt og hægfara fótatak rétt fyrir ofan, og Surtla gamla kom rugg- andi blóðug og aumingjaleg og studdist þungt á staf sinn. „Við skiptum, við skiptum!" þusaði hún hás og áköf, áður en hún var komin til þeirra. „Ja, nei, nei,“ svaraði Ib, „þið skuluð fá það allt sameiginlega." Hann losaði reipið, sem enn var bundið um hálsinn á lronum, og batt bæði hendur og fætur Sturlu gömlu með því, þótt hún brytist um og spyrnti á móti eftir beztu getu. Hún rak upp feikna öskur, en Ib tók hálsklút sinn og batt fyrir munninn á henni og aftur um hálsinn. Sveinn hafði verið áhorfandi að atvikum báðum. „Nú verðum við að hraða okkur af stað,“ sagði hann. „Skotið og kerlingarskepnan geta hæglega beint Svíunum hingað." Hann stakk skammbyssunni í beltið og gekk niður til strandar, en Ib vék burt að líki Manheimers og laut niður að því. And- ardráttur virtist algerlega stöðvaður. „Fyrst yður langaði svo ákaft til að ná í okkur, og það heppnaðist ekki, skuluð þér þó að minnsta kosti fá þá ánægju að sjá á eftir okkur. Hann reisti síðan höfuðsmanninn upp í setu, studdi búk hans upp að steini, lét and-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.