Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 15
:n. Kv. SVEINN SKYTTA 53 litið snúa til sjávar og stakk sverðinu í hönd hans. Síðan setti hann Surtlu gömlu bundna við lilið Manheimers, tók ofan og kvaddi þau með hátíðlegu látbragði. „Verið þið blessuð og sæl, börnin góð! Þið óskið okkur bæði góðrar og skemmti- legrar ferðar.“ Að svo mæltu skálmaði hann af stað ofan til sjávar á eftir Sveini og fiskimanninum, sem þegar voru komnir út á ísinn. XXIII. Hjá konunginum. Upp frá því er Sveinn hóf ferð sína yfir ísinn; vritist öll hætta um garð gengin. Of- sækjendur hans höfðu misst af slóðinni, og gat hann því haldið áfram tafarlaust. Þegar leið á nóttina, birti í lofti, og tunglsskinið megnaði að rjúfa þokuna, sem til þessa hafði verið svo þétt, að leiðsögu- maðurinn náði ekki miðum sínum á strönd- inni og var því ekki fullviss um rétta stefnu og stytzta leið. Morgunsólin var tekin að rauðgylla turn- spíruna á Nicolai-kirkju, er þeir stigu á lancl rétt sunnan við Valby. í höfuðborg- inni var hvívetna mikill hávaði, og allt á ferð og flugi og í margvíslegum önnum. Þegar félagarnir þrír fóru um göturnar áleiðis til Rósenborgar-hallar, þar sem kon- ungurinn bjó, meðan á stríðinu stóð, sáu þeir hópa af borgarbúum í áköfum samræð- um, og virtist hreinn gleðisvipur á andlit- um flestra þeirra. Það leið heldur ekki á löngu, áður en Gjöngemennirnir fréttu, hvað væri þessu valdandi. Þennan dag var tuttugasti og sjöundi febrúar. Kvöldið áður hafði friður verið saminn í Hróarskeldu. Almenningi var að vísu enn ókunnugt urn friðarskilmála alla, °g hve auðmýkjandi þeir voru fyrir Dani. Eu í gleði sinxri hefði samt almenningur sennilega kosið þá i stað óttans og öryggis- leysis þess og margvíslegs skorts, sem ríkt hafði, síðan herir Karls Gústavs hófu land- gang sinn, og sífelld hætta hafði vofað yfir þjóðinni, og þá fyrst og fremst höfuðborg- inni. Rósenborgar-höll stóð um þessar mundir nokkuð afskekkt, fjarri öðrum stórbygging- um. En er þeir félagar tóku að nálgast hana, var þar slíkur mannfjöldi, að það varð sí- felld erfiðara að komast í gegnurn liann. Sveinn og Ib gengu sinn hvorum rnegin sleðans, en leiðsögumaður þeiria dró hann. Við hallarhliðið voru þeir félagar stöðv- aðir af tveimur varðmönum, er stóðu sitt hvorum megin við vindubrúna. Skýringar Sveins og fortölur stoðuðu ekkert. Varð- mennirnir otuðu að þeim bryntröllum sín- um og kváðu sér bannað að sleppa hér inn nokkrum öðrum en hirðþjónum og ráð- herrum konungs, er stefnt hefði verið til fundar við konung þennan morgun. Sveini kom þessi hindrun harla óvænt. Og hann myndi varla hafa látið svo óvænta hindrun stöðva sig annars staðar, en að þessu sinni sætti hann sig þó við það, stóð við hlið sleð- ans, studdi sig við byssu sína og brosti liálf- hæðnislega, er honum varð litið ofan á hjörtinn. Varð honum þá á að bera saman allar þær hindranir, sem nú voru um garð gengnar, og þessa síðustu. Ib var samt ekki á því að sýna neina þolinmæði við hallar- dyr konungs. Hann stóð á brúnni með húf- una í hnakkanum, vinstri hönd í síðunni, og beitti rödd sinni æ stei'kara, er fólk tók að þyrpast saman umhverfis hann: „Bannsettir spjótungarnir ykkar! Hvað eruð þið að hugsa að varna slíkum rnönn- um aðgöngu til konungs? Hans náð mun segja ykkur heldur en ekki til syndanna, er þetta fréttist — ykkur og afkomendum ykkar í sjöuncla lið. Það segi ég ykkur alveg ýkja- Iaust!“ „Hvað hafið þið konunginum að færa?“ spuiði liðþjálfi einn, er kom þar aðvífandi. ,Við færum honuin þær rnestu gleðifrétt- ir, sem hann hefur fengið hérna megin kyndilmessu," mælti Ib. „O, sei-sei, — eimr hjartarskrokk!" sagði

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.