Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Side 13

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Side 13
N. Kv. SVEINN SKYTTA 51 „Já, það er ég,“ svaraði Ib hikandi. „Og í nótt áttirðn að flytja Svein Gjönge yfir.“ „Svein Gjönge!“ endurtók Ib forviða. „Svein Gjönge og fjársjóð hans, dásnotr- an skilding, fimmtíu þúsund ríkisdali. Þú Iteyrir, að ég lief aflað mér nákvæmra frétta.“ Ib varð svarafátt, og honum varð þungt um andardrátt. Þessi hættulega hindrun kom svo óvænt og skyndilega, að honum féll snöggvast allur ketill í eld. „Hvar er Sveinn Gjönge staddur núna?“ „Það get ég ekki sagt með vissu,“ svaraði Ib hikandi. „Hann fór inn til bæjarins í myrkrinu og sagðist mundi koma aftur um miðnæturleyti." „Og peningar hans?“ „Þá sagðist hann koma með, er liann kæmi aftur,“ svaraði Ib hraðmæltur, og var nú farinn að jafna sig og komast upp á lagið. „Á hvaða liátt ætluðu þið að fara yfir flóann?“ „Á sleða.“ „Hvar hefurðu hann?“ „Niðri við sjóinn.“ „Þá verðum við samferða þangað, en kveiktu fyrst á ljósteini." Ib gekk yfir að hlóðunum. Manheimer stakk á sig skammbyssum hans. Og er Ib hafði kveikt á teininum og stungið honum í sprungu á borðinu sagði höfuðsmaður- inn: „Farðu nú fyrst úr kuflinum, svo að ég sjái, hvort þú hefur fleira vopna á þér.“ Ib hlýddi skipuninni. í bjarma ljósteins- ins sá Manheimer græna veiðimannabún- inginn, sem bændurnir höfðu minnzt á, að flóttamennirnir bæru. Hann rak upp ofur- lítið öp, en áttaði sig þegar og tók nú að rannsaka föt Ibs. „Þú ert í tvennum búningum?" „Já, herra höfuðsmaður! Það er svo kalt bér ytra.“ „Skammarlega kalt!" sagði Manheimer. „Gerðu svo vel að hneppa upp treyjunni." Ib hlýddi því. „Ég sé, að þti segir satt,“ mælti höfuðs- maðurinn, er hann hafði lokið rannsókn sinni. „Þú liefur ekki fleira vopna.“ „Hvers vegna ætti ég að blekkja yður, strangi herra,“ mælti Ib og setti upp afar einfeldnislegan svip og saklausan. „Ég sé enga ástæðu til þess.“ „Ekki ég heldur,“ svaraði Manlieimer. „Við skulum þá halda ofan til sjávar. En svo að við skulum ekki villast eða verða að- skila á leiðinni í daufri mánaglætunni, ætla ég að tylla spotta um hálsinn á þér.“ Höfuðsmaðurinn tók reipspotta ofan af veggnum og gerði lykkju á annan enda þess. „Þú skilur auðvitað,“ sagði hann og smeygði lykkjunni um hálsinn á Ib, „að þetta er gert í allri vinsemd svo að við skul- um verða samferða.“ „Strangi herra ætlar víst að henda gaman að mér,“ svaraði Ib og reyndi að bregða fyrir sig einskonar brosviprum. „Nú slökkvum við ljósið og bindum aft- ur hurðina eins og áður, og svo höldum við af stað ofan til sjávar. Gættu þess nú vel að skrika ekki í spori; ég hef þann vana í myrkri að ríða með spanaða skammbyssu, og nú held ég henni harla nærri höfðinu á þér. Kippirðu minnstu vitund í spottann, hleypi ég óðar af, og þti getur nærri, hve sárt mér myndi þykja, ef mér yrði það á að senda kúlu gegnum kollinn á þér. Þá förurn við, og það yrðu að vera hreinir norna-galdrar, ef við yrðum skildir að þenn- an litla spöl, sem eftir er.“ Manheimer slökkti Ijósið. í sömu svifum steig Ilr eitt skref yfir að lilóðunum, stóð kyrr eitt andartak og fylgdist síðan á eftir höfuðsmanninum, sem hafði snúið sér við í kofanum til að líta eftir honum. Rétt í því, er Manheimer steig í ístaðið og ætlaði að varpa sér á bak, heyrði hann daufar stunur og sá dökka mannveru hall- 7*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.