Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 30
68 SVEINN SKYTTA N. Kv. okkur skuli farnast vel, að ég vil ekki láta fremja þetta mikla ódáðaverk. Góður Guð gaf þér gott hjarta, og hvers vegna viltu þá vera svona harður og grimmur á fyrsta helgikvöldi okkar?“ Kernbok hafði fjarlægt sig ofurlítið, hann hallaði sér upp að brúarstólpanum og virti þessi tvö þegjandi fyrir sér. Ef til vill hefur honuni verið ljóst, að Inger myndi reynast beztur fulltrúi og talsmaður sinn. Ib klökknaði, og augu lians urðu gljáandi. Inger sagði ennfremur: „Og Soffía, sem okkur báðurn þótti svo vænt um, hún myndi alls ekki gleðjast í gröf sinni við það að vita þig fremja slíkt verk.“ ,,Æ, Inger litla!“ sagði Ib og fór að gráta. „Hún hvílir ekki einusinni í neinni gröf, því að ég faldi hana úti á víðavangi í djúp- urn snjó, og er vorið kernur, og sólin bræð- ir snjóinn, mun hún liggja sem æti villtra dýra.“ „Hún skal fá sína gröf,“ svaraði Kern- bok alvarlega. „Því heiti ég þér.“ „Er það satt?“ sagði Ib. „Hún skal fá glæsilega jarðarför eins og hún væir konungsdóttir. — Og svo vil ég segja þér eitt enn, að ilestir þeirra óvina þinna, sem misþyrmdu aumingja stúlk- unni, eru þegar dauðir, fallnir í bardög- um við menn Sveins Gjönge. Meðal þeirra þarna uppi er aðeins einn þeirra eftir.“ Ib sneri sér áð Kernbok, hann hafði enn tár í augum; Iiann rétti úr risaskrokk sín- um og brosti sigurlirósslega og sagði: „Nei, höfuðsmaður! Meðal þeirra þarna uppi er nú enginn eftir.“ „Jú, Ziegler!" „Drepinn!“ sagði Ib og sýndi Kembok sverð sitt, sem enn var blóði roðið. „Hvers meira geturðu þá krafizt?“ spurði Inger. „Ég yrti ekki á þig,“ svaraði Ib ströng- um rómi og skipandi, þótt svipur hans segði allt aðra sögu. — „Þú sem vilt ekki vera mér sammála.“ „Nú vorkenni ég þeim,“ hvíslaði Inger, „ég get ekki að því gert.“ „Þá vorkenni ég þeim líka,“ sagði Ib. „Látum þá fara í friði.“ „Elsku góði Ib!“ kallaði Inger upp yfir sig og breiddi út faðminn við Ib og fleygði sér að barmi hans. „Ertu nú ánægð?“ sagði Ib skjálfradd- aður. „Ég er svo hamingjusöm og himinglöð.“ „Jæja, jæja,.farðu nú til föður þíns, Inger, og lofaðu mér að vera einum dálitla stund. Síðan kem ég yfir til ykkar hjá skólameist- aranum. Og þótt þeir þarna uppi séu nú úr allri hættu er ekki vert, að þið séuð hér lengur. Síðan skálmaði Ib burt og var harla stór- stígur. Inger og faðir liennar héldu af stað í hina áttina. Kernbok stóð aleinn eftir. Uppi í salargluggunum höfðu herfor- ingjarnir beðið í ótta og angist og séð bæði og einnig heyrt sumt af því, sem fram hafði farið úti á síkisbrúnni. (Framhald.) Skrítlur. A. : Má ég bjóða yður vindil? B. : Nei, ég þakka. A. : Hvers vegna ekki? B. : Menn sem reykja mikið verða svo nautheimskir. A. : Þér hafið líklega reykt mikið á yngii árum? B. : Já, meira en lítið. Hún: í dag eru 10 ár síðan við giftumst; eigum við ekki að fara í kirkju og þakka guði? Hann: Það getur þú gert, ef þér sýnist, en ég hef enga ástæðu til þess.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.