Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Síða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Síða 16
54 SVEINN SKYTTA N. Kv. liðþjálfinn hæðnislega. „Ætli það ekki. að lians Hátign verði himinlifandi glaður.“ „Og hvílíkur hjörtur! Það segi ég, í Himnaföðursins áheyrn, að annar eins hjörtur og þessi okkar á ekki sinn líka í víðri veröld. Hann er fimmtíu þúsund dala virði, svona okkar á milli.“ Þeir, sem nærstaddir voru, skellihlógu. „Fimmtíu þúsund ríkisdali,“ endurtók liðþjálfinn hæðnislega. „Já, og þá er hvorki skrokkurinn né skinnið talið með,“ bætti Ib við. í sama vetfangi hnippti Sveinn í hann og stöðvaði ræðu hans. Mannfjöldinn veik til hliðar fyrir gömlum manni og gráhærðum, sem kom gangandi áleiðis til hallarinnar. Hann var klæddur svartri stuttkápu, og undir henni sást í brúnan flauelskufl silfur- bryddan. Um hálsinn bar hann langa gnll- festi með stóru gullnisti í neðri enda henn- ar. Er hann nálgaðist höllina, tók hann ofan að þeirrar aldar hirðsiðum, og steig berhöfð- aður inn yfir hallarmörkin. Þetta var hinn heiðarlegi Kristen Skeel, sem hér var á ferð- inni. „Strangi herra!“ rnælti Sveinn, er hann nálgaðist ríkisráðið, „aðeins eitt orð með yðar leyfi.“ Skeel nam staðar, og Sveinn mælti ennfremur: „Hans Hátign konung- urinn hefur skikkað mig í sínum erindum, og færi ég honum nú svarið í sleða þessum. Varðmennirnir meina okkur að halda áfram inn til hallarinnar. Nú verðið þér að veita mér vernd yðar!“ Ríkisráðsmaðurinn leit á Svein o°' Ib oíí síðan á sleðann. Síðan spurði hann: „Hverjir eruð þér, drengir góðir?“ „Eg er hversdagslega nefndur Sveinn Gjönge.“ „Svo sannarlega!“ mælti ríkisráðið for- viða og lagði hönd sína á öxl Sveins. „Það nafn höfum við sannarlgea heyrt oft nefnt, meðan striðið stóð. Hvað færir þú konung- inum í dag, Sveinn?“ „Fjárupphæð þá, sem Hans Nansen, borg- armeistari, sótti suður á eyjarnar!" „Æ, já, ég hef heyrt minnst á það. Hans Hátign hefur verið mjög kvíðinn þín vegna, Sveinn Gjönge!“ „Hans Hátign ætti að treysta betur þjón- um sínum, svo að hann þurfi ekki að vera kvíðinn þeirra vegna,“ svaraði Sveinn. „Og nú neita varðmennirnir þér aðgang að höllinni!" sagði Skeel og leit á hermenn- ina. „Þér megið ekki ásaka okkur fyrir það, strangi herra!“ svaraði liðþjálfinn, sem numið hafði staðar og heyrt það, sem sagt var. „Snemma í morgun var okkur tilkynnt konungleg skipan, að engum mætti sleppa yfir brúna nema aðeins hirðmönnum kon- ungs og þeim, er bera merki hins háa aðals.“ Ríkisráðið brosti. „Konunglegri skipan verðum vér að lilýða,“ svaraði hann. „Þér veitið þá rnanni þessurn inngönguleyfi varðmenn, því að nú ber hann aðalsmerki sitt á við hvern ann- an.“ Er hann mælti svo leysti ríkisráðið heið- ursbandið af kápu sinni og varpaði því um herðar Sveini. Ib rak upp liátt fagnaðaróp. „Æ, hái herra, hvað gerið þér nú?“ sagði Sveinn. „Gakk inn, öruggur og ókvíðinn, Sveinn Gjönge!“ sagði hinn garnli aðalsmaður, „undir kappa þessum hefur aldrei slegið betra hjarta en einmitt nú í þessum svif- um.“ Varðmennirnir stigu nú til hliðar og létu fiskimanninn draga sleðann yfir brúna. Ib hafði skákað sér niður á hann, og er hann fór framhjá varðmönnunum, glennti hann sig, sem mest hann mátti til að vera sem allra rúmfrekastur. Og er hermennirnir heilsuðu ríkisráðinu virðidega, kinkaði Ib náðugt kolli til þeirra og gretti sig herfi- lega á eftir. Er komið var inn yfir borgar- síkið, gaf Skeel Sveini hendingu um að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.