Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Síða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Síða 10
48 VALGERÐUR N. Kv. smátelpur, sem Iiitt fólkið sinnti ekki, og einnig við tvo þrjá drengi á líku reki. Klukkan 12 komu þau Sigvarður og Sól- björt til liennar. Þau höfðu oft dansað sam- an, og dró Valgerður af því þá ályktun, að þau væru vel kunnug. „Vildir þú finna mig?“ spurði Sigvarður þýðlega. Valgerður stóð upp: „Það eru nú hálfgerðir keipar,“ sagði hún brosandi, „mig langar til að biðja þig að ganga heim með mér.“ „Sjálfsagt geri ég það. Ætlar þú að vera með, Sólbjört?“ „Kemur þti ekki aftur?“ spurði hún, og augu hennar lýstu velvild og — þrá. Hann leit niður fyrir sig: „Ég held ekki, ég fer snemma á sjóinn og ætla að sofna ofurlítið áður.“ „Þá fer ég með ykkur,“ sagði Sólbjört hiklaust. Það var hafræna úti, og þokan vafði allt í gráa hjúpinn sinn. Valgerður nam staðar augabragð við dyrnar og gáði vandlega í kringum sig, en tók svo undir handlegg Sólbjartar og hló við: „Ég er næstum því myrkfælin í þessari þoku,“ sagði hún svo. „Ég hélt þú hræddist ekki neitt,“ sagði Sigvarður einlæglega. Valgerður hló: „Það álit þitt er heiður fyrir mig, — en margt býr í þokunni, segir skáldið, og svo skulum við ekki tala meira um það. — En hvernig skemmtuð þið ykkur annars í kvöld?" „Ágætlega,“ sagði Sólbjört og leit til Sig- varðs. Hann tók ekki strax undir, en leit til Valgerðar og mælti: „Hafðir þú nokkurt gantan af þessu skralli?“ „Já, ég hef alltaf garnan af að sjá aðra gleðjast, og svo var ég að reyna að auka gleði barnanna með því að dansa við þau.“ „Það gerðir þú líka svikalaust, en því vildirðu ekki dansa við karlmennina, sem buðu þér upp?“ Valgerður liikaði við, eins og leitaði hún að svari: „Það er afleiðing orsaka. Ég hef ekkert gaman af dansi, og má ekki við því, stöðu minnar vegna, að taka oft á mig næt- urvökur og það erfiði, er dansi fylgir, og helði ef til vill orðið sú raunin á, ef ég hefði tekið fullan þátt í þessu fyrsta danssam- kvæmi hérna, nema þá“ — bætti hún bros- andi við, „að ég hefði dansað svo illa, að eng- inn hefði árætt að dansa við mig framar." „Þú dansaðir ljómandi vel, það sáurn við allir.“ Sigvarður talaði örara, en hann var vanur: „Mig langaði bara til að bjóða þér upp, en bjóst við sama svarinu, sem liinir fengu.“ „Það hefðirðu líka fengið, — í kvöld, að minnsta kosti, þótt mér hefði þótt fyrir því. — En nú er ég kornin heim. Viljið þið ekki koma inn með mér og snrakka á ávöxtum?" Þau þáðu það, og sátu saman inni stutta stund. Valgerður fylgdi þeim til dyra og þakkaði þeim fylgdina með handabandi. Er lnin leit út um gluggann rétt á eftir, sá hún þau ganga áleiðis saman til græna hússins. „Það er gott, að Sólbjört er ekki ein á ferð,“ hugsaði hún, „þótt líklega sé nú ekki Skúli á þessari leið. (Framhald). Skrítlur. Maður nokkur, sem var að taka manntal, spurði gamla, ógifta piparmey, livað gömul lnin væri. „Tuttugu og fimm hef ég sumrin séð,“ svaraði hún. „En hvað hafið þér svo lengi verið blind,“ sagði maðurinn. Því svaraði ungfrúin ekki. Hann: Hvernig getur yður komið til hug- ar, að ég hafi sagt að þér væruð heimsk; ég sem ætíð hef verið sá eini, sem borið hef á móti því.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.