Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 22
60 SVEINN SKYTTA N. Kv. þekkið mig ekki almennilega. — En láttu nú huggast, Inger litla, í dag skal ég láta þá í friði, þótt ég háfi strengt þess heit að hefna hennar. í dag er ég svo glaður og ánægður." Að svo mæltu gekk Ib til Inger. Gamli ráðsmaðurinn leit hreykinn á eftir honum. Nú var tekið að rökkva. I bjarmanum frá ofninum sá hann Ib sitja á bekknum og halda á báðar hendur Ingu. Innan skamms lieyrðist fótatak fyrir framan. Sænskur her- maður opnaði dyrnar og steig inn fyrir; ,,Hæ, karlfauskur!“ þrumaði hann. „Ertu þá hérna niður kominn. Ég hef farið um alla höllina til að leita að þér. — }æja, Iiér eru þá gestir!“ sagði hann, er Ib reis upp af bekknum í horninu, þar sem lians hafði ekki orðið vart úr dyrunum. „Jæja, því betra. Hinir ströngu herrar uppi heimta meira vín, og varðstjórinn þarna kemur sennilega með okkur og hjálpar okkur til að bera upp flöskurnar.“ „Já, ég skal konta með ykkur!“ sagði Ib. „Og litla stúlkan þarna!“ sagði hermað- urinn. „Þúsund drísildjöflar, nú skal verða skemmtun í lagi, hún kemur auðvitað líka?“ ,,Hún?“ tók Ib upp aftur. ,,}á, nema varðstjórinn vilji heldur, að herrarnir korni ofan og sæki hana, það gera þeir við fyrsta orð.“ „Hún kemur nteð okkur,“ sagði Ib. Gamli ráðsmaðurinn leit forviða spurn- araugum á Ib. Inger varð skelkuð og lagði liönd sína á handlegg hans til að stöðva hann, en Ib virtist ekki gefa þvf gaum. Hann lagfærði á sér kyrtilinn og strauk ryk af sér. „Við skulum þá fara,“ mælti hann rólega, þótt honum væri alls eigi rótt innanbrjósts. Ráðsmaðurinn tók lyklakippu, kveikti á kerti og gekk á undan hinum út úr stof- unni. Að vörmu spori sást Ib koma neðan úr kjallara með stóra körfu fulla af flöskum og ganga upp á aðra hæð, þangað sem her- foringjarnir héldu til. Kasper Dam bar aðra körfu áþekka liinni, og hjálpaði Inger hon- um með hana. Hennaðurinn kom á eftir þeim, og hafði hann upp á eigin spýtur bjargað tveimur flöskum, sem stóðu upp úr vösum hans. „Þið ratið víst hjálparlaust inn í salinn," sagði Svíinn, er þau voru fyrir framan dyrn- ar, þar sem foringjarnir voru inni. „Ég býst við því,“ svaraði Ib og kinkaði til lians kolli. Hermaðurinn fór síðan til félaga sinna og hélt flöskunum á lofti, er hann fór fram- hjá kjallaraglugganum, þar sem þeir höfðu varðstofu sína fyrir innan. Þegar ráðsmaðurinn og Ib komu inn í salinn, mætti þeim kæfandi stybba af tó- baksreyk. Og í miðjum mekkinum grilltu þeir sex sænska herforingja, sitjandi um- hverfis stórt borð, eldrauða í andliti og stífa í augum, og var auðséð, að þeir voru orðnir all-ölvaðir. Tveir þeirra liöfðu smeygt sér úr einkennisbúninginum og sátu nú snögg- klæddir. Hávær söngur, hlátur og hróp kváðu við, er þeir Ib komu inn og settu fullar körfurnar á borðið. Ráðsmaðurinn fór þegar ofan aftur, en þau Ib og Inger urðu eftir. „Upp með flöskurnar!" kallaði einn for- ingjanna, og varð auðheyrt á mæli lians, að hann var af þýzkum uppruna. „Fyllið bik- arana, við skulum drekka skál djöfulsins.“ Þessari uppástungu var tekið með hávær- um fögnuði, og tók hver foringjanna ridd- araskammbyssu sína, sem lá á borðinu fyrir framan hann, og íyllti lilaupið víni. Not- uðu þeir skammbyssurnar í stað bikara, og slógu þeir síðan saman hlaupunum og drukku skál djöfulsins með hlátrum og há- vaða miklum og gauragangi. „Hver skollinn!“ hrópaði allt í einu einn foringjanna, er hann hafði drukkið skálina og fleygt sér síðan aftur á bak í hægindastól- inn. „Hvaða bráðsnotur yngismey er þetta, sem varðstjórinn færir okkur?“ „Það er unnusta mín,“ mælti Ib og stillti

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.