Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 6
44 VALGERÐUR N. Kv. aldrei nefnt nafnið á skipi hans í bréfi mínu til þín, aðeins að hann væri skipstjóri, en með því fórst hann. — Þti, sem veizt hve ákaflynd ég er, getur þér nærri, hvað ég leið um þær mundir. Eina bótin var, að enginn þar vissi, að við vorum trúlofuð, því að mér hefði pá verið stór raun að mein- ingarlitlum lduttekningarorðum.“ „Fannst ekki líkið?“ spurði Oddný lágt. „Jú, og ég var við jarðarför þess; en þar var ekki mikla huggun að finna. Ræða prestsins var köld og ópersónuleg, og þótt Itann viðurkenndi kosti og dugnað hins látna, taldi hann, að hann hefði brugðizt öldruðum föður sínum og rifið sig upp gegn vilja hans til að leita sjálfum sér frægðar og frama. Hefði ltann því svipt aldraðan föður þeirri aðstoð, sem lionum ltefði borið að veita honum, og svo fram- vegis. — Ég varð ofsareið prestinum, því að mér var vel kunnugt, hve allt þetta var ósatt og tilefnislaust. — Hann hefði átt að vita, hve heitt þeir unnust, feðgarnir, hve oft unnusti minn skrifaði föður sínum og sendi honum ýmislegt. Og við töluðum oft um að keppa að því að gera lionum glaða elli, er við værum gift.“ „Hvers vegna sagði presturinn þetta?“ spurði Oddný gremjulega. „Hann hugsaði víst ekkert út í það, aum- ingja maðurinn, að hann myndi geta sært nokkurn áheyranda sinn, og þó sá ég þung- an gremjusvip á sumum skipverja, sem af höfðu komizt. — En iiér hugsaði víst prest- urinn sér að nota tækifærið til að áminna æskulýðinn um að hlýðnast fjórða boðorð- inu.“ „Varstu lengi í þessu kauptúni?“ „Nei, ég fór bráðlega burt þaðan og hef ekki séð legstað vinar míns síðan. En í fyrra- vor sendi ég þangað legstein, sem var reist- ur á gröfinni. Það var íslenzkur kaupmaður, sem ég hafði kynnzt í Höfn, er sá um þetta fyrir mig.“ „Og síðan hefur þti valið þér þetta lífs- starf?" „Já, skömmu eftir lát vinar míns fór ég að nema hjúkrunarfræði. Mér fannst fróun í því að lina böl og þjáningar annarra, og seinna fékk ég ágæta stöðu á sjúkrahúsi í Danmörku.“ „Og samt ertu komin hingað heim?“ Valgerður leit upp, og sigurbjarmi ljóm- aði í augum hennar, er hún sagði: „Já, ég kom til að geta annast um föður lians. Ég var búin að spyrja það uppi, að hann væri hér, og ég ætlaði að láta þig hjálpa mér til Jiess að finna hann. En með Guðs hjálp er ég búin að því sjálf.“ „Það fór þá vel, því að ég hefði líklega ekki getað hjálpað }:>ér, vissi ekki einu sinni, livers son unnusti þinn var.“ „Hann var Jóhannsson, og faðir lians er liér, blindur og farlama, hjá Maríu systur- dóttur sinni.“ „Já, hann J)ekki ég vel. Það er indælt gamalmenni." Valgerður sagði henni nú, hvernig hún hefði fundið liann, og livað jx'im hefði farið á milli. Hún sagði, að þeir feðgarnir væru mjög líkir, og Jiví hefði sér þegar fundizt, að hún myndi vera á réttri leið. „Er ekki frænka hans honurn góð?“ spurði hún svo. „Að svo miklu leyti sem liún megnar,“ svaraði Oddný. „Brandur, maður hennar, er drykkfelldur, og þau eru sárfátæk." \7algerður stóð upp. „Það skal ekki leng- ur standa í vegi fyrir vellíðun hans, því að ég er rík, skal ég segja þér. Ég hef nýlega erft fleiri þúsund krónur, og auk þess hafði ég mjög góð laun í Danmörku. Og enginn skal fremur njóta eigna minna en einmitt hann. — En nú er Jiað eitt, vina mín, sem ég þarf að segja þér. Ég vil ekki, að neinn hér fái neina vitneskju um Jiað, sem liðið er af ævi minni, hvorki nm samband mitt við Jóhann gamla né trúlofun mína. Það er mér helgidómur, sem ég Jroli ekki að heyra nein kalsorð um, meira að segja: — Ég vil

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.