Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 26
64 SVEINN SKYTTA N. Kv. „En herra höfuðsmaður minn góður!“ sao-ði Ziegler hæðnislega, „ég á aðeins við. að sá sem hefur þá óskiljanlegu ástríðu að vilja ráða yfir félögum sínurn, ætti einnig að eiga nauðsynlega liæfileika til að framkvæma það.“ „Og þá hæfileika teljið þér, að mig skorti?“ „Ég lief að minnsta kosti aldrei orðið þeirra var.“ „Þér þurfið ekki að furða yður á jiví, höf- uðsmaður!“ svaraði Kernbok. „Ég beiti að- eins hæfileikum mínum þar, sem ég tel þá geta komið að góðu haldi og varpa ekki perlum á glæ.“ Það liafði frá upphafi verið áform Kern- boks að sneiða eftir föngum hjá öllum ill- deilum, en honum tókst samt ekki að vera jafn kaldur og rólegur, og hann liafði ætlað sér að vera. Ollu orð Zieglers því, og enn frekar fas hans og hæðnissvipur, að Kernbok Iiitnaði í hamsi. „Herra höfusðmaður minn góður!" sagði Ziegler, „við skulum ekki eyða tímanum í málalengingar, því að litla stúlkan þarna hlýtur að furða sig á því, að sex ágætir höf- uðsmenn skuli haf'a dregið svona lengi að sýna lienni allan sóma’ og votta henni liylli sína. Þér liafið neitað okkur um þetta, og þess vegna biðjum við yður góðfúslega að ganga burt liéðan úr salnum. — Ég segi góð- fúslega, þar eð þér annars neyðið okkur til að skáka yður fram fyrir með valdi.“ Kernbok gekk feti nær Ziegler. „Þér!“ mælti hann hvassyrtur. Ziegler leit brosandi til félaga sinna og svaraði: „Ég lield sannarlega, að okkur mundi veitast það mjög auðvelt. Ég nefndi að vísu dyrnar, þar eð það var fyrirhafnar- minna en að fleygja yður út um gluggann. En skyldi yður nú þóknast að vilja heldur vera kyrr hér inni, getur það aðeins skeð með einu skilyrði.“ Kernbok beit varir sínar til blóð's. Ausai o hans leiftruðu, og hann fann sterkan æða- sláttinn í gagnaugum sínum. Hann gat nú ekki stillt sig lengur. „Ég skil yður svo sem, Ziegler!“ mælti liann, skjálfraddaður af bræði. „þér viljið berjast, og það skuluð þér líka fá rækilega." „Loksins þó!“ sagði Þjóðverjinn og nudd- aði saman höndunum. „Hinn góði liöfuðs- maður er annars liarla tornæmur.“ „Ég vil berjast við yður,“ sagði Kernbok og virti Ziegler fyrir sér frá hvirfli til ilja og brosti fyrirlitlega. „En það skeður einnig aðeins nreð einu skilyrði.“ „Hverju?" „Ég get auðvitað ekki barist við ykkur alla og býst því við þeim drengskap ykkar hinna, að þið ráðist ekki á mig. Það verður þá Ziegler, sem fær að kynnast þein i nýung að reyna, hvernig sænska stálið bítur. En sigri ég í einvíginu, heyrir stúlkan mér til, og látið hana þá fara.“ Þetta skilyrði var þegar samþykkt í einu hljóði, og spillti það ekki fyrir, að kunnugt var, að Ziegler væri góður skylmingamaður. „En ef nú svo ólíklega skyldi fara, að þér sigruðuð ekki?“ sagði liann og brosti grimmúðlega. „Þá verð ég að minnsta kosti laus við að sjá framið níðingsverk það, sem þér liafið í huga.“ „Þá getum við hafizt handa, livenær sem er,“ mælti Ziegler, „og þar sem ég er sá, sem skorað hefur verið á, sting ég upp á því, að við látum binda okkur saman á vinstra handlegg og beitum svo rýtingúm okkar með hinni hægri. Ég hef reynt þetta oft áð- ur,“ mælti hann afar kuldalega, „og orðið þess var, að með þessu er sneit,: hjá margvís- legum aukaatriðum, og umfram allt er þetta tímasparnaður mikill.“ Kernbok gekk að þessum skilmála. Nú voru skammbyssulilaupin fyllt á ný og drukkin almenn skál fyrir Ziegler. „Jæja þá, mikli höfuðsmaður!" kallaði Ziegler upp, er hann hafði svarað skálinni með því að drekka úr hálfri vínflösku. „Ef

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.