Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 32
70 KONA VÉLFRÆÐINGSINS N. Kv.. stofunni og þangað varð hún að flýta sér. — Er liægt að ná tali af Berner vélaverk- fræðingi? — Nei, hann er ekki heima sem stend- ur, — svaraði hún. — Þetta er Eiríkur Lund — hann liafði lofað að líta á bifhjólið mitt, sagði röddin. — Þér vilduð ef til vill vera svo vænar að biðja liann að hringja til mín, jregar hann er kominn? Hún lofaði að skila þessu til mannsins síns, og lagði heyrnartólið frá sér. — O, þessi liræðilegu bifhjól! Klukkan var orðin eitt, þegar lnin lieyrði Lars blístra úti fyrir dyrunum, og skömmu síðar kom hann þjótandi inn, henti skinnhúfunni og vettlingunum frá sér á borð í inngangs—herberginu og gekk síðan inn til hennar — og alltaf í skinnjakkanum — á gófinu voru spor eftir gúmmístígvélin lians. — Hó, hó, svefnpurka litla! lirópaði liann. — Ertu nú vöknuð? Lengstan tímann, sem þú sést, ertu sofandi. Bíllinn minn er hérna rétt fyrir utan. Viltu aka með mér spottakorn, þegar við höfum lokið við að borða? Hann hlammaði sér niður á bezta stólinn í stofunni og teygði frá sér fæturna, síðan tók liann ujtj) tóbaksjríjruna sína og byrjaði að troða í hana. — Nú, hvers vegna svarar þú ekki? — Nei, svaraði hún gremjulega. Hann einungis blés reyknum frá sér og brosti. — Ég hefði átt að vekja þig með því að færa þér kaffi í rúmið, sagði hann, — en klukkan var ekki nema sex, þegar ég klæddi mig, og þá hélt ég, að það mundi vera synd að raska ró þinni. Við gáturn ekki lokið verki okkar í gærkveldi, þótt við ynnum til kl. 12; þess vegna urðum við að byrja aftur snemma í morgun. En fyrir bragðið hef ég 1 íka einn bíl tilbúinn á sunnudaginn kem- ur, sem mun verða ósigrandi í kajrpakstrin- um. Og það hefur líka töluvert að segja,. heiður landsins er í veði! Saja, sent var gröm fyrir, fylltist nú enn meiri gremju við að ldusta á rausið í hon- um. — Þú mátt svo sem fara þinna ferða, þeg- ar þér þóknast, sagði liún, — og þú þarft sannarlega engin reikningsskil að gera mér; það er ég, sem á bara að bíða og bíða og liafa matinn tilbúinn ltanda þér, þegar þú kem- ur heim, eða er ekki svo? Og svo er það al- veg sama, hvort heldur það er sunnudagur eða virkur dagur — og sjá svo hvernig þú þeytir lilutunum frá þér, svo að ég geti tínt þá saman, — og líttu svo á gólfið! Þú hugsar ekkert um það, að það er ég, sem þarf að koma öllu í lag aftur, ég er orðin þreytt á því að vera vinnukona hjá þér! — Svona Saja, æstu þig nú ekki ujrp, sagði liann blíðlega. — Það er allt, sem þú getur sagt! Þú hefur ekki áhuga fyrir öðru en kajrpakstri og bif- hjólum, en um livað ég er að hugsa eða hvað tilfinningum mínum líður, eða hvort ég er í raun og veru til, stendur þér nákvæm- lega á sarna! Blá aug'u lians fengu á sig harðlegan blæ, en rödd hans var bæði blíð og vorkunnlát, líkust því og þegar talað er við barn. — í fyrsta lagi er bifhjétlagerð, af tilvilj- un, starf rnitt. A daginn set ég bifhjólin saman, en í svonefndum tómstundum mín- um hef ég eftirlit með þeim og ek þeim reynsluferðina, og fvrir það fæ ég meira en fyrir aðalstarf mitt. Þetta er þá líka hagur fyrir þig —■ hvenær hef ég neitað þér um að kaujra það, sem þig hefur langað til að eignast? Og þar að auki, hefur þú nokk- urn tírna reynt til að fá áhuga fyrir hugðar- efnum mínum? Nei — þú vilt ekki sitja á óhreinu bifhjóli — það ónýtir nylonsokkana þína — og þú hefur aldrei verið viðstödd bifhjólakeppni. — Hættu að tala um bifhjólin, skijjaði

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.