Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 38
Endurminningar Kristjáns S. Sigurðssonar Ágrip af sjálfsæfisögu. N. Kv. (Framhald.) Þá vann lijá Snorra maður utan úr Höfða- hverfi. Hann hafði hest sinn með sér. Bauð hann mér að lána mér hestinn fyrir 1 krónu á dag, og þáði ég það. Reið ég af stað sama kvöldið, og var kominn í Kálfaströnd um fótaferðartíma morguninn eftir. En ég kom of seint. Hafði faðir minn skilið við urn nóttina. Faðir rninn var fæddur í Máskoti í Reykjadal 10. ágúst 1839, sonur Jóns, bónda þar, Jósafatssonar, og Herborgar Helga- dóttur frá Skútustöðum. Hann andaðist á Kálfaströnd 15. júní 1898. Bárður bróðir minn átti þá einnig lieinra á Kálfaströnd. Hann var farinn að fást við smíðar, þótt hann liefði ekki lært það. En líkkistu hafði hann ekki smíðað. Kom sér því vel, að ég skyldi koma heim, því að ég var búinn að fá töluverða æfingu í líkkistu- smíði. Nóg timbur var til á lieimilinu, og þótt ekki hefði það verið ætlað í líkkistu, þá var það vel nothæft. Ég byrjaði því strax á kistunni. Vann Bárður með mér við smíð- ina, og kenndi ég honum um leið. A sjöunda degi eftir andlát föður míns var hann jarðsettur að Skútustöðunr. Og daginn eftir fór ég lieim aftur til Snorra. Hafði ég þá eytt 8 dögum í ferðina. Þegar ég réð mig hjá Snorra, taldi ég sjálfsagt, að ég fengi að gera prófsmíði („sveinsstykki"). En ég kornst brátt að því að enginn lærlinga hans hafði frá honum farið með sveinsfréf. Er líða tók á síðasta árið við námið, spurði ég Snorra að því, hvort ég fengi ekki að smíða sveinsstykki, áður en ég færi, og af tók hann það með öllu. Sagði hann að „svoleiðis plagg“ væri alveg þýðingarlaust, og veitti það manni engin réttindi. Gæti ég verið alveg jafngóð- ur smiður, livort ég hefði slíkt plagg í vas- anum eða ekki. Benti ég honum þá á, að það væri venja við alla skóla, að nemendur gengju undir próf að loknu námi. Og að þeir, sem kæmu án prófvottorðs úr skóla, hefðu venjulega ekki treyst sér til að ganga undir próf, og þættu þeir vera minni menn en hinir, sem heim kæmu með prófvottorð. En Snorri lét ekki af sinni skoðun, og bjóst ég því við að verða að fara frá lionurn eins og hinir, án þess að fá sveinsbréf. Þá var Klemens Jónsson orðinn sýslu- rnaður hér. Hann var röggsamt yfirvald, og kom fyrir, að hann skipti sér af ýmsum mál- um, án þess að kært hefði verið fyrir hon- um. Það bar við einu sinni þetta vor, að Snorri sendi mig inn á skrifstofu sýslumanns í einhverjum erindum. Er ég hafði lokið þeim, spyr sýslumaður allt í einu: „Hvernig er það, Kristján, hvenær er námstími yðar hjá Snorra útrunninn?“ — Ég segi, að þáð sé 6. júní næstkomandi. — „Ætlið þér ekki að taka sveinsbréf?" spyr liann. — Ég segi honum eins og er, og það með, að ég hafi hugsað mér að láta ekki undan, fyrr en ég fengi að smíða prófsmíði. — Þetta líkar mér,“ segir hann, „ég skal sjá um, að þér fáið að srníða sveinsstykkið. En hvort þér fallið á því, get ég ekki ráðið við.“ Síðan segir hann, að það megi ekki líðast lengur, að þessu haldi fram. Bæði Snorri og aðrir taki að sér lærlinga í hópum og láti þá vinna eins og þræla í 3 ár. Og síðan eru þeir látnir fara án nokkurrar viður-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.