Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 42
80 ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR N. Kv.. Ekki var ég þó nema einu sinni lokaður úti. Stóð þannig á því, að við Jón Þórðar- son höfðurn verið á leikfimisskóla, sem Karl Schiötli hélt um veturinn áður, ásamt öðr- um fleirum. Þetta sumar var haldin þjóðhá- tíð á Oddeyri, austan við Norðurgötu. Vor- um við beðnir að sýna leikfimi á hátíðinni. Kvöldið fyrir hátíðina fluttum við öll leik- fimi-áhöld okkar út á Eyri, þangað sem há- tíðin átti að fara fram. Og er við höfðum komið þeim fyrir, urðum við að hafa æf- ingu. Þarna var margmenni samankomið, því að leikfimi var óþekkt fyrirbrigði þá hér í bæ. Meðal áhorfenda var Snorri Jóns- son. En áður en við liöfðum lokið æfing- unni, fer Snorri heim. Við Jón flýtum okk- ur*þá í fötin og hlaupum heim. En þegar við komum að húsdyrunum, var hurðin harðlokuð, og var þá klukkan 5 mínútur yfir 10. — Ekki höfðum við geð í okkur til að berja, heldur fórum við í hús, sem við vorum að byggja, og sváfum þar í hefil- spónahrúgu um nóttina. Einstaka sinnum leyfði Snorri okkur þó að fara á skemmtanir, og þá fékk hann mér lykil að Iiúsinu. En aldrei vissi ég til, að aðrir en ég fengju lykil. Æði oft kom þó fyr- ir, að við stælumst til að fara á dansleik, með því að læðast á sokkunum ofan stiga og út um kjallarann, sem var lokaður innan frá. Bótin var, að ekki voru margir dans- leikir í þá daga og aldrei nema á vetrum. Snorri var ákaflega aðgætinn í viðskipt- um, og óþarfa eyðsla þekktist ekki í fari hans. Hver einasti bútur viðar, sem ég fékk hjá honum til að smíða úr fyrir sjálfan mig, var nákvæmlegamældurog skrifaður í reikn- ing rninn. Og aldrei vék hann mér eyris- virði.En konan hans gaf mér æði oft flík eða eitthvað, sem hún vissi, að mér mundi koma að notum. Einu sinni lét hún sauma jakka og vesti úr góðu efni og gaf nrér í jólagjöf. En mikið varð ég undrandi, þegar ég var að gera upp reikningana við Snorra, er ég sá, að þessi föt voru færð í reikninginn. Segi ég þá við Snorra, að ég hafi staðið í þeirri trú, að þetta hafi verið jólagjöf mín. „Það getur ekki verið,“ segir Snorri, hugsar sig þó unr litla stund, stendur síðan upp og fer inn og segir: „Ja, ég skal spyrja Lovísu." Þegar hann kemur aftur, er hann nrjög nið- urlútur og segir við Þorleif: „Það er bezt, að þú strikir fötin út; það mun liafa átt að vera gj öf. “ (Tramh.). Bækur. Tvær nýjar útgáfur af hinum vinsælu æv- intýrum H. C. Andersens hafa N. Kv. borizt. Er önnur þeirra í þrenr bindum, og er út- gefandinn Guðmundur Gamalíelsson. Sög- urnar, sem eru í I. og II. bincli eru hinar sömu og Guðmundur gaf út í 1. útg. árin 1904 og 1908 og nokkrum árum síðar í 2. útgáfu. Hafði hinn ágæti þýðandi Stcin- grímur skákl Thorsteinsson þýtt þær. Sög- urnar í III. bindinu hefur Pétur Sigurðsson ('háskólaritari) þýtt. Þessi nýja útgáfa Guð- mundar er m jög smekkleg, prýdd mörgum myndum og bundin í snoturt band. Hina útgáfuna hefur h.f. Leiftur hafið, og er I. bindi hennar komið út í þýðingu Björgúlfs Ólafssonar. Er þetta vönduð útgáfa í stóru broti, prentuð með stóru letri og með mörg- um nryndum og bundin í ágætt band. Andersens ævintýri eru eins og kunnugt er meðal gimsteina heimsbókmenntanna og víðfræg um veröld alla, og ein bezta ungl- ingabók, sem hægt er að fá. En fullorðnir lesa þau líka sér til ánægju og skennntunar. Báðar þessar útgáfur Andersens ævintýra rnunu verða eftirsóttar bækur að verðleik- um til tækifærisgjafa. — Þ. M. J. Akurcyri — l’rcntverk Odds Hjömssonar h.f. — 1952

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.