Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 27
N. Kv. SVEINN SKYTTA 65 þér skylduð óska að hafa yfir ofurlítinn bænastúf, þá er bezt að þér Ijúkið lienni í snatri, og þá mun ég senn flýta mér sem mest ég má.“ Síðan batt hann fetil sinn um vinstra úlnlið sinn og rétti Kernbok hinn endann. Tóku nú hinir foringjarnir sitt kertið hver og stilltu sér upp fáein skref frá andstæðing- unum tveim. Nú lá hálfur salurinn í skugga. Kertaljós- in vörpuðu aftur á móti birtu á fölt og svip- dapurt andlit Kernboks og háðslegt glott Zieglers. Skyndilega heyrðist þungur hlunkur frannni við dyrnar, eins og þungt húsgagn væri fært til þar framrni. Einn foringjanna hljóp fram að hurðinni og aflæsti henni og kom svo aftur með lykilinn og sagði hlæj- andi: „Þessa skemmtun viljum við þó að minnsta kosti fá að hafa í friði. Sko hérna, Kernbok! Það er bezt þú geymir lykilinn, fyrst það varst þú, sem ætlaðir að nota hann.“ Að svo mæltu stakk liann lyklinum í vasa Kernboks. í sama vetfangi heyrðist létt fóta- tak og liratt skuggamegin í salnum. ,,I herrans nafni og fjörutíu!" kallaði einn foringjanna. „Hvað er orðið af stúlk- unni?“ Þeir fóru allir að svipast um eftir Ingu, hún var horfin. En í sömu svifum heyrðist marra í hurð, og ljósglæta birtist í Júlju- veggnum til hliðar við arininn. Einn Sví- anna flýtti sér þangað, en nam staðar, áður en svo langt var komið, því að þar kom Ib skálmandi all stórstígur inn um opið í veggnum. „Bitti nú, góðu herrar!“ sagði Ib. „Ætt- mn við ekki fyrst að reyna að miðla málum ]neð góðu, svo getið þið barist eftir á.“ ,,Bleyða, þorpari!“ kallaði foringinn, „hvað hefirðu gert af stúlkunni?" „Hún er þar, sem henni ber að vera, en það er ekki hún, sem liér er um að ræða. Þið fáið senn nóg að hugsa um sjálfa ykkur.“ Þetta mælti Ib kuldalega, og lá við að brygði fyrir hátíðleik í orðum hans og fasi, svo að nokkuð sljákkaði í foringjun- um. Ziegler leysti fetilinn af ulnliði sér, gekk til Ib, sveiflaði rýting sínum víga- mannlega og mælti: „En veiztu nú, hvað ég ætla að gera? Ég ætla að negla þig fastan í dyrakarminn með rýting ntínum, og síðan læt ég þjóna mína húðstrýkja þig rækilega." „Það verður nú stundarkorn, áður en þeir koma,“ svaraði Ib. „Þjónar yðar liggja niðri í kjallara, sumir dauðir, en aðrir bundnir á höndum og fótum.“ Svallbræðrunum brá í brún, og virtist sem einhver skelkur smygi um þá. „Bundnir á höndum og fótum!“ hróp- uðu þeir. „Já, tveir þeirra." „Og drepnir!“ „Hinir tveir.“ „Hver djöfullinn hefur árætt það “ „Það hef ég gert,“ sagði Ib. „En Iilust- ið þið á mig. Ég lofaði að segja ykkur dá- lítið annað, sem myndi valda því, að jhð gleymduð stúlkunni, og ekki er nema skylt að halda orð sín og eiða. Ég batt og kálaði þjónunum ykkar, sem ætluðu að varna okk- ur veginn inn í innri kjallarann, þar sem geymdar eru allmiklar birgðir af púðri.“ „Púðri...“ kölluðu foringjarnir upp yfir sig. „Fjögur hundruð pund,“ svaraði Ib. „Ég sló botninn úr öllum kvartilunum, og svo bjó ég til dálitla púðurrák frá kjallar- anum, yfir húsagarðinn og út fyrir borgar- díkið.“ Þessar upplýsingar höfðu þau áhrif á svallbræðurna, að lá við að rynni alger- lega af þeim, þeir litu hikandi hver á ann- an með greinilegum óttasvip. Ziegler var fljótastur að átta sig. 9

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.