Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 25
N. Kv. SVEINN SKYTTA 63 hafði annar hinna fyrri skreiðst upp á knén og ætlaði að nálgast borðið og ná sverði sínu. En um leið og hann rétti fram hönd- ina, þreif Ib stærðar mjaðarkönnu og þeytti í höfuð honum. Svíinn rak upp dauft hljóð og seig niður aftur. Síðan losaði Ib sverð- böndin af hinum hermanninum og batt hendur hans og stóð síðan upp. En í sama vetafangi hafði annar hinna fyrri risið upp og náð í hníf sinn og réðist nú að Ib. Ráðs- maðurinn gamli hafði staðið fyrir utan gluggann og séð, hvað fram fór, og rak nú upp liátt hljóð, er hann sá yfirvofandi hætt- una að baki Ibs. Ib sneri sér snögglega við og vék sér til hliðar um leið og hermaður- inn stakk til lians, en greip um leið öðrurn handlegg sínum um háls hermannsins og beygði arm hans svo snöggt og hart, að hníf- urinn gekk á kaf í brjóst lians alveg upp að hjöltunr. Maðurinn slagaði tvö þrjú skref áfram, blóðbunan stóð út úr honum, og féll hann síðan dauður niður. ,,Ég hélt ekki, að þú ætlaðir að vera svona stórtækur," sagði Ib. Sá fjórði lá enn yfir við borðið í svima eftir mjaðarkönnuna. Batt nú Ib hendur hans með hálsklút sínum. „Jæja þá!“ sagði hann, er hann konr út aftur til ráðsnrannsins og strauk blautt hár- ið frá enni sínu. „Nú skulum við fara og athuga púðrið. Vegurinn er nú greiðfær.“ „Æ, tengdasonur góður, „lrvíslaði Kasper, hvað hefurðu nú gert?“ „Þér hafið nú aðeins séð upplraf leiksins, ráðsmaður góður,“ svaraði Ib og leit hróð- ugur út yfir valinn. „Hitt kemur síðan af sjálfu sér. Þér lrlóguð að mér áðan, er ég hét því að kála hinum sex. Nú skal ég gjarna taka þá alla á mína ábyrgð, þá sjáum við hvað setur.“ Ib tók nú lampann og lýsti gamla mann- inum, sem tók lykil úr lyklakippu sinni og opnaði hurð inn að næsta kjallarahólfi. Síð- an hurfu þeir báðir inn um dyrnar. XXV. Spornað við einvigi. Uppi í riddarasalnum hélt áfram sarni gleðskapurinn. Herforingjarnir héldu, að unnnæli Kernboks væru aðeins nýtt bragð til að leika á Ib. Þeir urðu því meira en lítið hissa, er hann tók hatt sinn og ætlaði að fylgja Ingu út úr salnum. „Bíddu ofurlítið!" kallaði sá skeggjaði og gekk í veg fyrir Kernbok. „Að vísu ber yður fyrsti réttur til stúlkunnar, fyrst þér voruð svo kænn að reka burtu þennan Golíat hennar. En þér í'áið ekki að fara burt með hana.“ „Það, sem ég ætla að gera, verður ekki framkvæmt hér inni,“ svaraði Kernbok og girti fastara sverðbelti sitt. „Ég ætla sem sé að færa honum stúlkuna hans, fyrst hann treysti orðum mínunl svo fyllilega.“ „Er það nú \it!“ hrópuðu allir hinir. „Hvað verður þá úr skemmtuninni okk- ar — ?“ „Við látum liana eiga sig, félagar góðir!“ svaraði Kernbok dapur í bragði. „Skemmt- anir ykkar hafa þegar valdið manni þessum ærinnar sorgar.“ „Við sem höfum aldrei séð hann áður.“ „Það rar systir hans, sem þið fyrirfóruð suður á Orremandsgaard, vegna þess að hún vildi ekki ljósta upp, hvar húsmóðir hennar geymdi peninga sína.“ „Uss, svei," hrópaði hinn þýzki leigufor- ingi. „Tíu þúsund sprengjur hvelli yfir kollinn á mér, sé ekki þessi Kernbok sá leiðinlegasti prédikari, sem ég hef nokkru sinni heyrt á ævi minni.“ „Engar deilur, félagar góðir, engar deil- ur!“ kallaði annar upp. „Kernbok skal vera leyfilegt að prédika, og okkur leyfilegt að leggja löghald á stúlkuna, og þá fær hver sinn hluta skemmtananna.“ „Dómur yðar er hagkvæmur, Ziegler höf- uðsmaður!" svaraði Kernbok, „en hann kemur aðeins ekki til framkvæmda, þar eð engunr mun detta í hug að gangast undir hann.“

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.