Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 12
50 SVEINN SKYTTA N. Kv. mun reynast okkur þarfara en skammbyss- urnar.“ „Hv'að áttu við?“ ,,Krókstjakann minn.“ „Eg skal sækja hann,“ sagði Ib, „og ef þér sýnist svo, Sveinn, þá getum við farið úr skinnkuflunum og skilið þá eftir í kof- anum, oo- síðan getur fiskimaðurinn komið þeirn til skila fyrri okkur. Halclið þið bara áfram, ég næ ykkur bráðum aftur.“ Sveinn fór úr kuflinum, og síðan ýttu þeir sleðanum út á ísinn. Ib sneri aftur beim til kofans. Kofinn lá í dæld milli tveggja sand- bryggja, og sást því ekki þaðan til sjávar. Þegar Ib kom upp undir bakkana, virtist honum hann Jieyra liest frísa skammt burtu. Hann nam staðar og lileraði, en er allt var kyrrt og stillt, liélt hann áfrarn göngu sinni. Allt í einu beyrði liann sama liljóðið aftur, og liann stöðvaðist eins og jarðfastur klett- ur, er liann í tunglsbjarmanum sá fullbú- inn riddaraltest fyrir utan kofann. Hann greip skammbyssu sína, en áður en hann liafði áttað sig, var þrifið kröftuglega í öxl- ina á ltonum og sagt Jiöstum rómi: „Bíddu andartak, lagsmaður!“ Ib náfölnaði. Hann þekkti þegar Man- lieimer höfuðsmann. „Stingdu bara á þig skammbyssunni,“ sagði Manheimer, „og svo skulum við líta inn í kofann." Bandið í hurðinni hafði verið skorið sundur. Ib fylgdist mótstöðulaust með Man- lieimer inn í kofann. Hin óvænta koma Manheimers og óþægi- lega var nrjög auðskilin. Á heimleiðinni úr skóginum hafði hann komið við í veitinga- húsi einu, og sátu þar þá bændurnir tveir og voru að hressa sig fyrir peninga þá, sem þeir höfðu fengið hjá Sveini. Menn Man- lieimers og hestar voru svo þreyttir eftir næturreiðina, að liöfuðsmaðurinn ákvað að hvíla hér um Jiríð, áður en eltingin væri ltafin á ný. Er á leið morguninn, voru bænd- urnir orðnir all ölvaðir og gættu sín þá mið- ur. Létu þeir orð falla um kaup þau hin furðulegu, er þeir hefðu gert, og er Man- heimer heyrði þá nefna nafn Sveins, lagði liann vel við hlustirnar. Hann lét bera fram fulla mjaðarkönnu og gaf sig á tal við bændurna. Árangur samtals þessa varð sá, að liálfri stundu síðar þeysti Manheimer af stað á óþreyttum Iresti ásamt tveimur manna sinna, án þess að nokkur þeirra, sem eftir urðu, hefði nokkra liugmynd um, hvað nú væri á seyði. Áður en komið var til bæj- arins, steyptist annar riddaranna af hesti sínum, og hinn liesturinn féll rétt utan við kirkjuna í Kjöge. Þar skipti Manheimer um Jiest og spurðist fyrir hjá kaupmannin- um og þvínæst á birgðastöðvunum, unz liann kom að fiskimannakofanum. Þegar Ib kom inn, Jitaðist hann um í kof- anum til að ganga tir skugga um, hvort Manheimer væri einsamall. Hlóðaeldurinn varpaði enn bjarma á gráa leirveggi kofans. Þar var enginn annar en þeir tveir. „Hver ert þú?“ spurði Manlteimer. „Fátækur fiskimaður, strangi lierra.“ „Og skannnbyssan þarna? — Já, ég sé meira að segja, að þú hefur þær tvær. — Leggðu þær frá þér þarna á borðið, og svo skulurn við spjalla saman. Ib liikaði. „Ekki eitt orð eða neinar grettur, annars stiijga mínir menn byssuhlaupum sínurn inn um gluggann og skjóta þig tafarlaust." Ib lagði skammbyssurnar frá sér. „Hefurðu fleiri vopn á þér?“ „Nei.“ „Hvað ætlarðu með þessar þarna?“ „Frekur er hver til fjörsins, herra! Og maður ver sig eftir beztu getu, þegar á reynir. Á þessum styi'jaldartímum reika stigamenn og þorparar á öJlum vegum, og auk þess er kofi minn mjög afskekktur hérna út við sjóinn.“ „O jæja, það ert þá þú, sem flytur flótta- menn yfir flóann?“

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.