Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Page 7

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Page 7
N. Kv. VALGERÐUR 45 helzt ekki, að neinn viti um kunningsskap okkar og vináttu." Oddný horfði undrandi á hana. „Nei, þú mátt ekki misskilja mig, elsku vina mín, ég fyrirverð mig á engan hátt fyrir vináttu okkar, heldur er ég stolt yfir henni. En þú átt eiginmann og börn, sem eiga heimtingu á að vita eitthvað meira um mig, er þau verða þess vísari, að við höf- um þekkst áður, og þá gæti trúlofun mín borist út frá þeim. En við kynnumst bráð- lega, því að ég ætla að biðja þig að lána mér Sólbjörtu dóttur þína fyrir hjálpar- stúlku, þegar ég þarf þess með, í þvotta og þessháttar.“ „Jæja, það skal vera, eins og þú vilt,“ svaraði Oddný stillilega, „en hvernig eigum- við að fóðra það, að þti leitar helzt til mín með stúlku?“ „Það er nú hægur vandinn, ég sá hana á götu í morgun, og þá var liún nefnd fyrir mér af gamalli konu, sem um leið sýndi mér liús þitt, 02: svo hefur mér bara litizt vel á hana!“ „Já, það er ágætt,“ sagði Oddný brosandi, „og nú er víst bezt að fara að bjóða þér ein- liverja hressingu.“ — Valgerður var háttuð um kvöldið eftir þennan fyrsta dag sinn í Skagaþorpi, sem hafði orðið lienni svo gleðilegur við fundi tveggja vina, þótt annan þeirra hefði hún ekki séð fyrr en í dag. Og hún vonaði líka, að þó hún þekkti hér enga aðra að sinni, mundi sér gefast tækifæri til þess að koma hér ýmsu góðu til leiðar. Hugur hennar hvarflaði einnig til kaupmanns-feðganna, sem liöfðu tekið henni svo vel, auðvitað af tómri kurteisi, því að ekki leit Jenssen út fyrir að vera neitt sérlega alúðlegur maður; en vænt þótti honum um son sinn, sem og eðlilegt var. Hann var líka myndarlegur maður, þótt liann væri fremur flysjungsleg- ur og sennilega í mörgu ólíkur föður sín- um, sem væri sjálfsagt allmikil aurasál. Ekki var kaupið hennar of ríflegt, og hvað liann talaði hryssingslega urn það, að henni væri óhætt að ganga nógu hart að þeim, sem hún væri hjá, um borgunina. En það skyldi nú seinast verða, að hún léti fátæklinga borga sér mikið, þó að hún þyrfti að láta alla borg- un þeirra renna til Jenssens eða hrepps- félagsins, þá væri hún nógu rík, hún gæti hugsað sér eitthvert dagkaup og látið hann fá þriðjung af því. Og aftur hvarf hugur liennar til Jóhanns garnla með velvild og ánægju yfir því að geta leitað hann uppi, og tit frá þeinr hugunum sofnaði hún að lokum. — Tvo næstu dagana mátti heita, að hún hefði stöðuga atvinnu. Hún var beðin að líta til lasinna manna og barna, binda urn smáskurði og ráðleggja mönnum eitthvað við liinu og þessu. En ekkert af þessu var svo alvarlegt, að hún teldi læknis þörf, og hjá engum þurfti lrún að liafa vökunótt; en til margra bjóst hún við að þurfa að koma aftur. Henni liafði samt unnizt tími til að koma til Jóhanns garnla báða dagana og hafði þá með sér skemmtibók og las fyrir hann stundarkorn í lrvort skiptið. María var heima annan daginn og fékkst þá mikið um að híbýlin væru ekki boðleg ókunnugum að koma inn í, en Valgerður fullvissaði hana um, að hún hefði enn oftar konrið í híbýli fátæklinga en auðmanna og unað sér þar vel. Brand, mann hennar, lrafði hún enn ekki séð. Þriðji dagurinn var laugardagur, og kom Sólbjört þá til lrennar litla stund seinni part dagsins. Valgerður bjóst ekki við að vera nerna lrtið eitt heinra fram undir kvöld og fékk því Sólbjörtu til að ræsta lrerbergið fyrir sig. Hún var fálát og feimnisleg í fram- konru, en Valgerði féll hún vel. Rétt eftir að Sólbjört var farin, var drepið á dyr, og er Valgerður opnaði, stóð Skúli fyrir utan. Hann tók djúpt ofan og heilsaði lrenni með lrandabandi. Hún tók kveðju

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.