Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 5
N. Kv. VALGERÐUR 43 ,,Það gerir engan mun. Og þar sem þú ert sjúklingur, tel ég það skyldu rnína að heimsækja þig sem oftast. Hún fól liönd lians sem snöggvast í báðum sínum og gekk síðan liratt út. Fyrir utan dyrnar mætti hún telpu með tvö fiskibönd í hendinni, og sá óðar, að þetta var systir Valgerðar litlu, þótt ekki væri hún eins smáfríð og barnið. Valgerður brosti við telpunni, sem var upplitsdjörf og einarðleg. „Systir þín litla var að gráta, svo að ég gekk inn til hennar til að hugga hana. Þú ert dugleg stúlka að hjálpa mömmu þinni svona mikið, ekki stærri en þú ert.“ Telpan varð ofur liýrleg við þessi hrós- yrði og flýtti sér inn í húsið, en Valgerður hélt af stað og stefndi að græna húsinu. Þar var enginn úti; hún gekk rakleitt inn og drap nokkur högg á fyrstu hurðina, sem fyrir henni varð. Hurðin var tafarlaust opn- uð, og miðaldra kona kom frarn í dyrnar. Hún var dökk yfirlitum með mikið hár, hrafnsvart. Andlitið var ekki frítt, en festa og góðvild gerði það aðlaðandi. „Sæl og blessuð, Oddný mín!“ sagði Val- gerður glaðlega. Konan stóð orðlaus eitt andartak, en svo breiddi liún út faðminn: „Nei, ert það þú, Anna mín!“ Þær heils- nðust innilega og gengu síðan inn í lítið, en snoturt eldhús. „Hvernig ert þú hingað 'komin, vina mín?“ spurði Oddný, eftir að Valgerður hafði hengt upp hatt og kápu og fengið sér sæti á litlum trébekk í eldhúsinu. „Auðvitað með skipi beina leið frá kóngs- ins Kaupmannahöfn.“ „Já, þar hefirðu verið. Ekki var nú mik- ið, þótt ég missti af þér. En það var þér að kenna, þú hættir alveg að skrifa mér, og í full sex ár hef ég aldrei neitt af þér frétt.“ „Nei, þess var engin von, ég gat ekki skrifað þér fyrstu árin, og svo festist það seinna í huga mínurn að flytja til þín, því alltaf vissi ég, hvað þér leið, og nú er ég komin.“ „Vertu velkomin!! Ætlarðu kannske að setjast hér að?“ „Ég held það. Hefurðu ekki heyrt talað um nýju hjúkrunarkonuna, Valgerði?" „Ju-ú, og það ert þú, auðvitað, Anna Val- gerður! En hvernig gat mér dottið þetta í hug?“ „Jæja, ég er nú svo brögðótt, að í nokk- ur undanfarin ár hef ég aðeins heitið Val- gerður. En nú þarf ég að segja þér allt, og ég vildi óska, að enginn kæmi á meðan að glepja fyrir okkur.“ Oddný gekk framfyrir og lokaði útidyra- hurðinni. Hún var alvarleg á svip, er hún kom inn aftur, svo að auðséð var, að hún bjóst ekki við neinu glensi. Hún nam stað- að við eldhúsbekkinn og horfði rólega á vinkonu sína. Valgerður mætti augurn hennar með með daufu brosi og hóf svo mál sitt: „Þú liefur þekkt mig allra rnanna bezt, síðan ég var barn og fann upp á því að kalla þig stóru systur, þegar þú varst hjá foreldr- um mínum. Manstu hvað við hlógum oft dátt, þú varst alltaf svo ráðagóð og gerðir allt glatt og bjart.“ Oddný brosti. „Já, færum við að rifja upp alls þess háttar, entist okkur ekki dagtpinn; en nú vil ég einkum vita, hvað þér hefur borið að höndum, síðan ég missti af þér.“ Valgerður strauk hendi um enni sér. „Þú manst áreiðanlega eftir síðasta bréfinu frá mér, sem færði þér frétt af sælunni rninni miklu? Hún varð ekki löng, og þó — hún varir allt mitt líf.“ Hún leit tárvotum aug- um á vinkonu sína. Oddný settist hjá henni og lagði handlegginn yfir um hana. „Guði sé lof! Það eru þá ekki tryggðarof, sem sárust eru af öllu.“ Oddný lnisti höfuðið. ,,í þeirri sál bjó ekkert svikræði; en lík- amsdauðinn aðskildi okkur fjórum mánuð- um eftir að við trúlofuðumst. Ég hef víst 6*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.