Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Blaðsíða 19
N. Kv. SVEINN SKYTTA 57 búningur svo fallegur," svaraði Ib feimnis- lega. „En það er víst til of mikils mælst fyrir það, sem ég hef afrekað, og þá getur þetta vel beðið betra tækifæris síðar. Ef til vill fáum við fleiri verkefni að leysa af hendi fyrir yðar náð, fyrst þetta hefur geng- ið svona vel.“ „Nei!“ svaraði konungur góðlátlega, „vér þurfurn alls eigi að bíða, ósk þín mun þegar verða uppfyllt, og vér munum meira að segja vera í þakkarskuld við þig.“ „O nei, o nei," hrópaði Ib upp yfir sig og brosti blikandi augum. „Nri hafið þér veitt mér óumræðilega gleði, sem ég þakka yður svo innilega." Að svo mæltu kyssti Ib í lófa sinn og snart með blá-fingurgómunum yzta klæða- fald konungs. I þessum svifum kom inn hirðmaður einn og tilkynnti: „Hið háa ríkisráð er nú samankomið og óskar nærveru Hans Hátignar." „Gott og vel,“ mælti konungur, „Vér munum þegar koma.“ Hirðmaðurinn gekk á brott. Konungur vék að Sveini. „Aðeins fáein orð enn, Gjöngeforingi, áður en við skiljum. Vér óskum að sýna yður einhvern vott náðar vorrar, en oss er ekki fyllilega Ijóst, á hvern hátt vér bezt getum endurgoldið þér þjónustu þína.“ „Þjónusta mín,“ nrælti Sveinn einarðlega, ».hélt ég væri ekki sérstakra launa verð, þar eð það er konungi heimilt að krefjast þjón- ustu allra sinna þegna.“ „En þú hættir lífi þínu í þessari þjón- ustu, og það metum vér miklu hærra, lield- ttr en þú sjálfur virðist gera.“ „Það held ég nú samt ekki, yðar hátign! Sé líf mitt einhvers virði að yðar dómi, þá er mér það einnig of dýrmætt til þess, að ég myndi selja það, eins og kramari selur vörur sínar. Á sama liátt og Ib reyndist bugrakkur og drengur góður í því skyni að efna heit sitt við yðar náðugu frú drottn- ingu, þannig gerði ég einnig til að efna mitt heit við yður. Gefið heit er skuld, sem ber að greiða, og nú hefur það verið gert.“ „Svo sannarlega, hetjan mín góða! Þú hefur gert meira en að efna lieit þitt. Með þínum fáu mönnum stöðvaðir þú óvinina, sendir oss boð um fyrirætlanir þeirra, sendir oss hergagnavagna þeirra og brenndir birgðaskemmur þeirra, — og voru þau afrek öllu öðru betri, þar sem brezki sendiherr- ann Meadowe skýrir frá, að þetta liafi verið ein helzta ástæða þess, að vor herskái bróðir Karl Gústaf var fús að semja um frið, og svo loks í dag færir þú oss þennan ríkisskatt, þvers gegnum herfylkingar hans. Prófectó! Hver þegna vorra myndi hafa heitið að framkvæma allt þetta, og hver myndi hafa árætt að efna það annar en þú? — Þess vegna óskum vér að launa þér.“ „Þetta getur vel verið, yðar hátign! En ég æski þess ekki.“ „Hvernig er þessu varið?" nrælti Friðrik konungur þriðji forviða. Sveinn leit ekki undan augnatilliti konungs, þótt það væri bæði strangt og athugullt. „Þér þekkið mig ekki réttilega, lierra konungur minn,“ svaraði liann og bætti síð- an við og brosti: „Sé það satt, að ég hafi til þessa hlotið fleiri sár og skrámur en heið- urslaun í þjónustu lands míns, og séu verð- leikar mínir svo miklir, og yðar hátign gef- ur í skyn, og hefði enginn annar árætt það, sem ég hef gert, með hverju vilduð þér þá launa mér?“ Friðrik konungur hugsaði sig um sem snöggvast og svaraði síðan: „Guð hefur lagt allt jarðneskt vald í hönd konungsins, og það er undir oss komið að uppfylla hverja sanngjarna ósk þegna vorra.“ „Þá hef ég ósk fram að færa, og bið ég yður að veita mér liana.“ „Jæja þá!“ mælti konungur fjörlega. 8

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.