Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Blaðsíða 9
Nýjqr kvöldvökur » Apríl—Júní 1956 XLIX. ár, 2. hefti * Sverrir Pálsson: D A rv S A K Erindi flutt í Gagnfræðaskóla Akureyrar. I. Mig langar að kynna ykkur ofurlítið eina tegund íslenzkra bókmennta, sem lítill sómi hefir verið sýndur, en er þó harla merkileg- ur hlekkur í hinni óslitnu festi bókmennta- sögunnar. Saga þessarar bókmenntagreinar er í senn byltingasaga og baráttusaga, hófst um það bil öld eftir að kristni kom á ísland og sýrir íslenzkan kveðskap enn í dag, þótt menn geri sér það almennt ekki eins ljóst og vert er. Þessari bókmenntategund hefir verið gef- ið nafnið dansar. Eins og nafnið bendir til, er það notað um vísur og kvæði, sem sung- in hafa verið eða kveðin á danssamkomum miðaldanna. Fátt var um hljóðfæri, a. m. k. hér á landi, svo að dansfólkið varð sjálft að sjá um hljóðfall og setning danssporanna með því að syngja með dansinum. Þá var eingöngu stiginn hópdans, þar sem allir héldust í hendur. Var þá annað tveggja, að fólkið dansaði í löngum röðum eða skipaði sér í hring. Dansarnir nefndust eftir því ýmist langdansar eða hringdansar. Þetta dansform lifir enn víða um Norðurlönd, þótt ekki sé nema skugginn af alþýðudöns- um miðalda, t. a. m. má sjá fólk víða um Svíþjóð dansa hringdans kringum maí- stöngina á Jónsmessu. En beztu lífi lifir liringdansinn í Færeyjum, þar sem fólkið kann kynstrin öll af löngum og miklum sagnakvæðabálkum, sem sungnir eru undir færeyska dansinum — án hljóðfæris. í heiðni kunnu Norðurlandamenn ekki þá göfugu list siðmenntaðra þjóða að stíga háttbundinn dans. Sú mennt lærðist fyrst eftir kristnitöku með nánari samskiptum og viðkynningu við menningarþjóðir Vestur- Evrópu. Með danskunnáttunni komu svo dansakvæðin, sem eðlilegt er. Eins og flest- ar bókmenntanýjungar síðustu 10 alda munu dansakvæðin eiga upptök sín á Frakk- landi. Þaðan bárust þau til Þýzkalands og Norðurlanda, svo og til Bretlandseyja. Fræðimenn ætla, að þau hafi borizt til Is- lands harla óvenjulega leið, þ. e. um Bret- land og Orkneyjar. Annars er vaninn, að franskar bókmenntahræringar berist hing- að boðleiðina Þýzkaland—Danmörk—Nor- egur—ísland eða Þýzkaland—Danmörk— ísland. Snemma höfum við spumir af trúðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.