Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Side 11

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Side 11
N, Kv. DANSAR 43 Sæmundr er á heiðum, ok etr berin ein. Þetta er greinileg skopvísa um þá frænd- ur. Hún er fyrsta vísan, sem til er með víxl- rími, þótt ófullkomið sé. Hitt brotið er af öðrum toga spunnið, tregaþrungið ög barmdöggum vökvað. Það kvað við raust Þórður Andrésson, er nefnd- ur befir verið „siðasti Oddverjinn“ og „síð- asti goðinn“, er bann var á sinni binztu för á leið til aftökustaðar fangi Gissurar Þor- valdssonar árið 1264: „Mínar eru sorgir þungar sem blý.“ Þótt þetta séu einu áþreifanlegu dæmin um eldri dansana á íslandi, hafa þeir án efa verið afar algengir og mikið kveðið að þeim. Svo mjög hefir þótt við þurfa að hamla gegn áhrifum þeirra, að ein ástæðan til þess, að Snorri Sturluson samdi Eddu sína, hefir verið sú, að liann hefir ótt- azt fullnaðarsigur dansanna yfir hinum forna þjóðlega kveðskap, dróttkvæðum og F.ddukvæðum. I rauninni er Edda einkum kennsliíbók handa ungum skáldum. Snorri hefir óttazt, að þekking ungra manna á fornri skáldskaparhefð, goðsögum, kenn- ingum, heitum, skáldamáli og bragarhátt- um væri hætta og hnignun búin og því vili- að aðhafast eitthvað, er spornað gæti við þeirri þróun. En slík hætta gat ekki stafað frá öðru fremur en þeim nýjungum í skáld- skaparháttum, sem hann hefir talið hnign- un og afturför. Verður ekki bent á neitt lík- legra en dansa, er honum hafi verið þyrnir í augum. Allmikil átök hafa því orðið þá í andlegum heimi íslendinga ekki síður en nú. Telja verður, að Snorra hafi orðið vel ágengt í þessari baráttu sinni, þótt eldur hinna fornu arfleifða dróttkvæðanna brynni glaðast í helgikvæðum fremur en verald- legum kv^ðskap eftir hans dag. . ftí ; , 1 Yngri dansarnir — eða sagnadansarnir — taka að blómgast hér á landi um alda- mótin 1300, eftir því sem fræðimenn ætla. Þeir eru harla ólíkir bræðrum sínum, eldri dönsunum, að efni og 'byggingu, þótt form og' hragarhættir séu af svipuðum töga spunnin. Þeir eru ortir út, af sögum, — venjulega útlendum —, en fléstir munu þeir vera ortir hér á landi, þótt margir séu þýð1 ingar erlendra kvæða. TJm þetta leyti stóð riddaramenningin með niestum blóma í Evrópu, énda bera dansarnir greinilegan keim af henni. Söguhetjurnaf eru flestar prúðhúnir og glæstir riddaraf, sem hleypa gangvörum sínum um græna skóga með hauk í hendi, eða tignar jómfrúr, sem unna þeim og ganga gjarna með þeim í lundinn, sem glymur af svanasöng og ilmar af lahk- um og lífgrösum. Ástinni er sungið lof í kvæðum þesum, en ýmist verður, að hún verður leidd til sigurs og öndvegis í sögu- lok eða hún veldur átakanlegum hörmum og dauða. Kappar berjast af hugprýði um ástir kvenna, illt og gott heyja stundpm tví- sýnt stríð, stjúpmæður breyta illa við stjúp- dætur sínar, lausmál systif spillir hámingju elskenda méð staðfestuleýsi sínu eða ofund. Þetta efni var heillandi fyrir ímyndunarafl íslendinga, vegna þess hve það var í senn glæsilegt, framandi og fjarlægt, lyfti imdir þrána út í löndin með hákrýnda laufskóga og turnprúða kastalá, fréekna riddara og glæstar meyjar. En það var ekki efnið eitt, sem var lokk- andi og heillandi. Ur grasi forms og kveð- andi var höíugur ilmur og sætleg angan. Málið var ljóst og lipurt, ljúf hvíld frá reknum og myrkum kenningum dróttkvæð- anna, nýr tónn, nýtt lag. Menn vörpuðu fegnir frá sér lúðri og básúnu forns skálda-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.