Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Blaðsíða 19
N. Kv. TYRKIR OG UNGVERJAR 51 um í Konstantinopel. Hinir tyrknesku furst- ar á 11., 12. og 13. öld lögðu Litlu-Asíu undir sig. Fóru ýmsu viturlega fram. Þeir sviptu stórbændur og stórjarðeigendur lend- um og lóðum og skiptu þeim upp milli smá- bænda þeirra, sem bjuggu fyrir í landinu. Hermenn sína gerðu þeir að embættismönn- um og smájarðeigendum. Þeir unnu á þann hátt meiri hluta alþýðunnar á sitt band. Um 13. hundruð var meiri hluti af fólkinu í Litlu-Asíu farinn að mæla tyrkneska tungu og orðinn Múhamestrúar. Aðeins í vestur- héruðum landsins var ennþá töluð gríska og kristin trú var þar drottnandi trú. Helzti þjóðflokkur Tyrkja í Litlu-Asíu voru Selds- júkar, sem koma mjög við sögu krossferð- anna á 12. og 13. öld. En rétt eftir 13. hundruð, er ríki Seldsjúka var liðið undir lok, hófust til valda í Litlu-Asíu tyrkneskir þjóðflokkar ,sem nefndust Ósmanar. Þeir komu sér upp öflugu ríki norðvestan til í Litlu-Asíu og fóru síðan að seilast til valda á Balkanskaga. Árið 1356 gerðu þeir Adr- ianopel við Maridcufljót að höfuðborg sinni. 2. Tyrkneska stórveldið. Þegar Tyrkir komu til Evrópu varð hin- um grísku íbúum Adrianopel starsýnt á þá. Þeir höfðu ekki útlit mongólskra villi- manna, heldur yfirbragð hvíta kynstofns- ins, sem ekki var furða, þvT' að þeir voru fyrst og fremst afkomendur Litlu-Asíu- þjóðanna, sem fyrir nokkrum mannsöldrum höfðu kastað trú og tungu og tekið upp tyrknesku og Múhamestrú. En enda þótt Tyrkir gerðu engum tjón með útliti, stóð kristnum þjóðum mikill stuggur af herveldi þeirra. Tyrkir voru manna lagnastir að nota fallbyssur og önnur eldvopn, sem þá voru ný að heita mátti. Stórskotalið þeirra var talið hið bezta í heimi. Riddaralið þeirra var og talið með afbrigðum gott. Á hálfri annarri öld lögðu Tyrkir undir sig allan Balkanskagann. Fyrst Þrakíu, land- svæðið við Marmarahaf og Maridcufljót, sem þeir kölluðu Rúmelí. Síðan Búlgaríu, sem var tyrkneskt skattland 1393. Árið 1402 biðu Tyrkir í Litlu-Asíu við borgina Angóra eða Ankara ósigur mikinn fyrir Mongólaherjum Tímorlenks, en ríki hans sundraðist og Tyrkir réttu brátt við aftur. Tyrkir náðu nú undir sig allri Litlu-Asíu smátt og smátt. Hún hefur síðan verið aðal- land og kjarni hins tyrkneska ríkis, og hið eiginlega þjóðland Tyrkja. Árið 1453 tóku Tyrkir Konstantínopel og gerðu hana að höfuðborg sinni. Leið þá undir lok hið gríska keisaradæmi, en þjóðhöfðingi Tyrkja nefndist soldán og settist að í Konstantín- ópel. Taldi hann sig arftaka hins gríska keisara. Tyrkir lögðu síðan löndin á vest- anverðum Balkanskaga: Serbíu, Bosníu og Albaníu og að lokum allt Grikkland undir sig. Eina svæðið á Balkanskaga, sem Tyrk- ir ekki gátu lagt undir sig var hin strjálbýla háfjallabyggð milli Serbíu, Bosníu og Alb- aníu, sem nefnist Svartfjallaland. Þar gátu hinir serbnesku íbúar haldið sjálfstæði sínu að mestu. Þó var fursti þeirra Tyrkjum skattskyldur, er fram liðu stundir. Skæð- ustu andstæðingar Tyrkja voru Ungverjar. Háðu Tyrkir við þá margar styrjaldir á 14. og 15. öld, en í byrjun 16. aldar lögðu Tyrkir undir sig rómönsku furstadæmin norðan Dónár, sem þá nefndist Moldá og Vallakía, en nú nefnist einu nafni Rúm- enía. Síðan snerust þeir af alefli á móti Ungverjum. Arið 1526 gersigruðu herir Sólimans mikla Tyrkjasoldáns heri Ung- verja í orustunni við Mohacs. Hinn síðasti ungverski konungur, Lúðvig II., hvarf á flóttanum í bylgjum Szelefljótsins. Er það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.