Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 23

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 23
N. Kv. TYRKIR OG UNGVERJAR 55 ið til uppreisnar 1820—21 og upp úr því hófst frelsisstríð Grikkja. Var barizt um allt landið af mikilli grimmd. Margir frels- isvinir frá Englandi og Frakklandi gengu sem sjálfboðaliðar í her Grikkja og börð- ust með þeim. Frægðarljómi Grikkja til forna fór aftur að lýsa í Evrópu. Enska stórskáldið Byron lávarður fór til Grikk- lands til að gerast samherji og ráðgjafi hinna grísku uppreisnarmanna. Hann dó í Grikklandi 1824, en dauði hans vakti sam- úð alls hins menntaða heims. Margir af konungum og stjórnmálamönnum Vestur- landa vildu veita Grikkjum lið, en úr því varð þó ekki vegna þess að Metternich fursti, kanslari í Austurríki, aðalleiðtogi helga sambandsins svo kallaða, barðist á móti því. En hann var átrúnaðargoð allra fursta, konunga og keisara í Evrópu í þá daga. Hann sagði, að Grikkir væru rétt- aræpir uppreisnarmenn á móti soldáni. Tyrkjasoldán, drottinn hinna rétttrúuðu, gat ekki *bælt uppreisnina á Grikklandi niður og fékk hjálp bjá lénsmanni sínum, jarlin- um í Egyptalandi. Egypskur her og floti herjaði síðan með báli og brandi á eyjar og strendur Grikklands undir forustu Ibra- hims illa, er síðar varð jarl í Egyptalandi. Þau hryðjuverk, sem hann lét vinna urðu þess valdandi, að Frakkar, Englendingar og Rússar neyddust til að veita Grikkjum lið. Þeir veittu atlögu að herflota Tyrkja og Eg- ypta og gereyddu honum við Navaríno 1827. Litlu síðar sögðu Rússar Tyrkjum stríð á hendur. Árið 1829 neyddust Tyrkir til að semja frið. Rússar fengu landamæra- héruð nokkur bæði í Evrópu og Asíu og Mið- og Suður-Grikkland og grísku smá- eyjarnar voru sameinuð í eitt ríki alveg ó- háð Tyrkjum og sem nokkru seinna varð konungsríkið Grikkland. Tyrkir héldu þó norður-grísku héruðunum: Þessalíu, Epír- us, Makedóníu og eyjunni Krít. Eftir þetta voru stöðugar uppreisnir og óeirðir í löndum Tyrkja, einkum voru Eg- yptar mjög erfiðir og varð soldán að fá að- stoð stórveldanna til að bæla niður upp- reisn Egyptalands, en þó var það svo, að Egyptajarl losaði sig smátt og smátt alveg undan yfirráðum Tyrkja, en áhrif Englend- inga í Tyrklandi jukust stöðugt meir og meir. Nikulás I. Rússakeisari var á þeirri skoðun, að dagar Tyrkjans í Evrópu væru brátt taldir. Hann ákvað því að gera endi á lífi sjúka mannsins við Sæviðarsund. Ár- ið 1853 fór hann með her á hendur Tyrkj- um, en Tyrkir vörðust hraustlega. Bretar og Frakkar veittu þeim lið og settu her á land á Krímskaga. (Þetta stríð var kallað Krím- stríðið.) Var varizt þar til 1856, en þá urðu Rússar að semja frið. Þeir urðu að sleppa öllum landakröfum á hendur Tyrkjum, en kristnu smáfurstadæmin í Tyrklandi, Ser- bía og Montenegro, fengu aukið sjálfstæði, og rúmensku Dónárfurstadæmin Moldá og Vallakía voru sameinuð í eitt ríki, sem síð- ar tók upp nafnið furstadæmið Rúmenía. Tyrkjasoldán lofaði þegnum sínum mikl- um umbótum og framförum, en efndirnar urðu harla litlar. Olgan í hinum kristnu r skattlöndum magnaðist. Arið 1875 gerðu hinir kristnu íbúar Bosníu uppreisn og skömmu síðar Búlgarar. Furstarnir í Ser- bíu og Montenegro sögðu soldáni upp trú og hollustu, og að lokum sendu Rússar her á hendur Tyrkjum árið 1877. Rúmenar gengu í lið með Rússum. Var einkum barizt í Búlgaríu. Var einkanlega barizt við Plevna og í Sjipkaskarði. Voru Tyrkir ofurliði bornir, og 1878 urðu þeir að semja frið. Englendingar miðluðu málum, svo að frið- arskilmálarnir voru ekki svo harðir sem til hafði verið ætlazt að hálfu Rússa, þó urðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.