Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Blaðsíða 26
58 TYRKIR OG UNGYERJAR N.Kv. og hálfvilltur þjóðflokkur, múhameðskur, náskildur Persum. Kúrdar voru Tyrkjum tryggir í þessu stríði, en Armeningarnir þóttu ótryggir mjög. Hófust því ofsóknir miklar á hendur Armeningum í borgum, en af því Tyrkjastjórn þótti Armeningar í landamærahéruðunum mjög ótryggir á- kvað hún að tæma allar landamærabyggð- irnar, þar sem armenskt fólk bjó. Forsætis- ráðherrann í Konstantínopel gaf hershöfð- ingjum sínum svohljóðandi fyrirskipun: „Takið Armeningana og flytjið þá burt úr landamærahéruðunum og flytjið þá yfir í tómið.“ Hershöfðingjarnir báðu um vistir handa fólkinu, en fengu aðeins þetta svar: „Flytjið þá yfir í tómið.“ Svo var gert. Hin- ir tyrknesku hershöfðingjar fluttu hundruð þúsunda af armensku fólki úr bæ og byggð suður á við inn í „tómið“. Þeir fluttu fólk- ið burt með sér matarlítið og klæðlítið, svo að það hrundi niður úr hungri og kulda á leiðinni yfir háfjöllin í Kurdistan. Sums staðar siguðu herforingjarnir kúrdiskum ræningjum og stigamönnum á hið vopnlausa armenska fólk og létu þá brytja það niður tugþúsundum saman. Þegar lengra kom suður á bóginn fluttu þeir mikið af því inn á Sýrlandseyðimörk og skildu það þar eft- ir. Þar hrundi fólkið niður úr hungri og þorsta en hitt var strádrepið af Bedúinum og sýrlenskum eyðimerkurræningjum. Það er talið, að aðeins lítill hluti af þessu fólki, sem flutt var burtu, hafi lifað flutninginn af. Alls er talið, að þessir flutningar hafi kostað 600.000 manns lífið. En álíka margt armenskt fólk flýði yfir til Kákasus og rúss- nesku Armeníu og bjargaði á þann hátt lífi sínu. Þetta er svartasti bletturinn á sögu Tyrklands. Tyrkneskt bændafólk var svo flutt í héruð þau, sem á þennan hátt höfðu lagzt í eyði. Armeningaofsóknunum svipar mjög til Gyðingaofsókna Hitlers og Himmlers. Þó skal þess getið, að Ung-Tyrkir gengu aldrei eins langt og þýzku nazistarnir. En glæpir þessir komu Ung-Tyrkjum í koll. Þegar Tyrkir og Þjóðverjar biðu ósigur 1918, þá urðu Ung-Tyrkir að fara frá völdum. Aðal- leiðtogar þeirra Enver, Taalat og Djemal og margir fleiri fóru síðan landflótta og létu flestir líf sitt fjarri ættlandi sínu. Tyrk- land varð að ganga að afar hörðum friðar- kostum 1918. Iraq varð sjálfstætt konungs- ííki, Sýrland frönsk nýlenda, Egyptaland varð alveg laust úr öllu sambandi við Tyrk- land, Palestína eða Gyðingaland varð enskt verndarsvæði. Grikkir fengu alla Austur- Þrakíu nema Konstantínopel og lítinn skika í kringum hana. Armenía hin rússneska, sem lýst hafði yfir sjálfstæði sínu, fékk þau héruð Tyrklands, sem áður höfðu verið armensk, þó að þau væru nú að mestu byggð tyrknesku fólki. Grikkir fengu meiri hlut- ann af vesturströnd Litlu-Asíu, enda voru þar margar gamlar grískar byggðir. Auk þess fengu Frakkar og Italir ítök í strönd- um Litlu-Asíu. Árið 1920 varð soldán að undirskrifa þessa hörðu friðarsamninga. 4. Kemai Afaturk. Árið 1920 sendi stjórnin í Konstantín- opel liðsforingja að nafni Mustafa Kemal til Litlu-Asíu til að afvopna tyrkneskar her- sveitir í austurhéruðum landsins, sem gert höfðu uppreisn á móti soldáni og stjórn hans. Var það gert samkvæmt kröfu Eng- lendinga, sem þá höfðu her í Konstantín- opel. En þegar Mustafa Kemal kom austur gerði hann strax bandalag við uppreisnar- menn og gerðist foringi þeirra. Náði hann á stuttum tíma yfirráðum yfir tyrknesku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.