Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Blaðsíða 30
62 N.Kv. ¥ísnaþáttnr Nýjar kvöldvökur munu framvegis birta fastan vísnaþátt, og verður þátturinn næst í gíðasta hefti þessa árgangs. I lok þessa þátt- ar eru fyrripartar, sem lesendur eru beðnir að spreyta sig á að botna. Þeir botnar, sem að dómi ritstjóra eru beztir, verða birtir í næsta þætti. Hér eru fyrst nokkrar vísur, sem botnaðar voru í hagyrðingaþáttum þeim, sem Gísli Jónsson menntaskólakenn- ari stjórnaði á Akureyri 1956. Höfunda fyrripartanna er ekki getið. Löngum rægja lygarar, löngum hlæja afglapar. Eru á gægjum alstaðar utanbæjarspéfuglar. Baldur Eiríksson. Þó að bjáti eitthvað á, ei skal gráta og trega, heldur láta hrostasjá liressa mátulega. Gísli KonráSsson (verShbotn). Upp við fossinn á mig kossi smellt ’ún. Astarblossinn í mér brann, æðsta hnossið þar ég fann. Baldvin Ringsted. Freistingar við fótmál hvert fipa göngulagið. HeLst ég vil á holdið bert horfa annað slagið. Bjarni Jónsson. Vorið blíöa blómin fríð brosa í hlíðum lætur. Bægir kvíða burt frá lýð blærinn íðilmætur. Sofjía Stejánsdóttir (verðl.botn). Vorsins myndir vísu bind, vakna yndishljómar. Geislar sindra, glóir lind, gull á tindi hljómar. Hjörtur Gíslason. Og hér er ein eftir Rósberg Snædal og Hjört Gíslason: Hárin fækka á liöfði mér, holdsins lækkar gengi, en þó að smækki allt, hvað er, andinn stækkar lengi. Fleiri vísur úr hagyrðingaþáttunum verða birtar síðar hér í ritinu. Svo eru hér þrjár stökur eftir Hjört Gísla- son: Fyrr en óræð örlög mín óskaþráðinn slíta, leif mér enn í augun þín einu sinni að líta. Mér er sama um söng og ljóð, svo um dauðans veldi, meðan íslenzkt æskufljóö ann mér stund úr kveldi. Öls við dýra amorskrá ýmsra skýrast lestir. Ævintýra- og ástarþrá eru víruspestir. Þá er hér haustvísa eftir ókunnan höf- und. Drúpa blómin örend öll, andar gustur svalur. Haust er komið, hrímgast fjöll, húmi sveipast dalur. Og svo eru hér að lokum fyrripartar, sem lesendur eru beðnir að reyna sig á að botna: Þegar sól í heiði lilær, hugur minn úr viðjum raknar. Lengjast skuggar, lækkar sól, leynist uggur mér í hjarta. Menn eru beðnir að senda botnana í póst- hólf 253, Akureyri og auðkenna umslögin V ísnaþáttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.