Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Blaðsíða 34
66 PITCAIRN-EYJAN N. Kv. — Já. herra. Skipstjórinn benti á vatnstunnurnar á þil- farinu. Okkur vantar vatn á 20 tunnur. Gel- ið þið útvegað okkur það? — Það getum við auðveldlega, herra, svöruðu þeir. — Ef þið viljið aðeins kasta tunnunum í brimgarðinn skulum við synda út eftir þeim. — Og svo getið þið fyllt þær með vatni, þegar þær eru komnar í land? — Já, herra. -—- Hversu langan tíma mun það taka? — Browns-uppsprettan er næsta vatns- lind, sagði ungi maðurinn og leit um leið á tunnurnar. — Ef við vinnum allir býst ■ég við, að það muni taka tvo daga. — Og þið eruð fúsir til að hjálpa okkur. — Það hýrnaði yfir unga manninum. — Já, það megið þið reiða ykkur á, herra, •cg í landi eru margir, sem munu hjálpa okkur. — Gott. Þið munuð fá þetta vel borgað. Nú ætlar bátsmaðurinn að sýna ykkur allt skipið. Takið vel eftir hvað það er, sem þið hafið mesta þörf fyrir. — Þegar ungu mennirnir voru íarnir með bátsmanninum, sneri Falger sér að stýrimanninum. — Veðrið virðist ætla að verða gott, herra Webber, en ég þori samt •sem áður ekki að yfirgefa skipið. Viljið þér iara í land með drengjunum og líta eftir því, að þeir fylli tunnurnar. Andlit stýri- mannsins ljómaði af ánægju, svo að Falger áleit óþarft að bíða eftir svari. — Eg öf- unda vður sannarlega, sagði skipstjórinn. — Hverjir geta þessir menn verið? Það er yðar hlutverk að fá þeirri spurningu svar- að. — Ég fer þá með bátnum, herra, er það ekki? — Jú, og þér skuluð vera í landi þar til verkinu er lokið. Við látum stóra bátinn fara með tunnurnar að landi. Þér segið herra Alex, eða hvað það er, sem hann heit- ir, að við munum liggja úti á flóanum til- búnir að byrja eftir miðjan daginn. Þegar ungu mennirnir voru búnir að skoða allt skipið, voru þeir tregir til að segja hvað það væri, er þá langaði til að eignast þar. En eftir að þeir höfðu verið hvattir til að segja hiklaust hvað það væri, sem þeir hefðu augastað á, sögðu þeir skip- stjóranum að þeir álitu að nokkrir hnífar, öxi og koparketill væri hæfileg borgun fyr- ir að ná í vatn handa skipinu. Falger, sem hafði haft mikla skemmtun af drengjunum, gaf þeim strax ketilinn, en ætlaði varla að fá þá til að taka við fimm eða sex góðum sjálfskeiðingum og nokkrum öxum. — Hvernig er herra Alex útlits? spurði skipstjórinn, þegar dengirnir létu það, sem þeir höfðu fengið, niður í bátinn. Er hann hár eða lágvaxinn? — Hann er á stærð við yður herra. — Falger fór undir þiljur og kom aftur með föt úr bláu kamgarnsklæði undir hend- inni. — Færið herra Alex þetta og berið hon- um kveðju mína. — Augu drengjanna ljómuðu af ánægju. — Guð mun launa yður góðvild yðar skip- stjóri. Við eigum ekki svona hlý föt. Faðir okkar er farinn að eldast og hann þolir illa vetrarkuldann. Ungu mennirnir tóku vingjarnlega í hönd skipstjórans og bátsmannsins, veifuðu hendinni til hinna og stukku niður í bátinn ásamt stýrimanninum. Augnabliki síðar leystu þeir bátinn frá skipinu og réru kná- lega til flóans, sem var í þriggja mílna fjar- lægð. Webber sat í miðjum bátnum. Þegar þeir nálguðust land, beindist öll athygli hans að unga manninum, sem sat á fremstu þóft-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.