Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Page 38

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Page 38
70 PITCAIRN-EYJAN N.Kv. Þegar Webber kom niður að sjónum, var stærri báturinn kominn með tunnurnar frá skipinu og hafði fleygt þeim í sjóinn fyrir utan brimgarðinn. Ungu piltarnir syntu lit á eftir þeim og fleyttu þeim á undan sér íil lands. Þeir stungu sér undir öldurnar líkt og fuglar. Webber hafði aldrei séð jafn af- burða góða sundmenn. Á stuttum tíma höfðu þeir fleytt öllum tunnunum til lands, og báturinn sneri aftur út til skipsins, til þess að sækja nýjan farm. Þegar leið á daginn fór Webber í göngu- íerð um nágrennið í fylgd með nokkrum ungurn eyjarskeggjum. Þeir fylgdu honum til lítillar vatnsþróar, þar sem hann fékk sér hressandi bað. Ekki var hægt að hugsa sér skemmtilegri leiðsögumenn en þessa ungu knálegu pilta, þegar feimni þeirra var borfin. Þeir færðu honum ávexti og blóm, og sögðu honum margt um trén og jurtirn- ar á eynni, um villtu svínin og fuglana. En þrátt fyrir hina barnslegu einlægni þeirra og traust, tók Webber eftir því, að þeir leyndu einhverju alveg eins og maðurinn, rem þeir kölluðu föður sinn. Þeir gættu þess vandlega, að minnast ekki einu orði á sögu eyjarinnar. Þótt Webber hefði aldrei á ævi sinni verið forvitnari en nú, gætti hann þess vandlega, að koma ekki með nær- göngular spurningar. Þegar leið að sólsetri sneri hann aftur í bús gestgjafa síns, þar sem honum hafði verið boðið að vera um nóttina. Þegar hann kom, sat gestgjafi hans á bekk fyrir utan dyrnar með nokkur börn sitjandi umhverfis sig í grasinu. Hann var að kenna þeim að lesa, og stýrimaðurinn sá, að hann las í Biblíu, sem var svo slitin, að blöðin voru losnuð upp úr henni. Hann las hægt eina og eina setningu í einu, og börnin skrifuðu orðin jafnóðum á þunn spjöld úr einhverju efni, sem hann þekkti ekki. — Nú liættum við, sagði maðurinn, þeg- ar hann sá gest sinn, — þetta er nóg í dag. Rache!, farðu til móður þinnar og segðu henni að við séum tilbúnir að borða kvöld- verðinn. Komið þér inn, herra Webber. Þér hafið, hugsa ég, góða matarlyst. Ég verð að segja yður það, að ég hef ekki áttað mig á öllum þeim fréttum, sem þér sögðuð mér, bæði um ný lýðveldi, orustur og annað. Ég hef ekki getað hugsað um annað allan síð- ari hluta dagsins. Þegar þeir voru að setjast við borðið, kom kona um fertugt inn um bakdyrnar, Hún hélt á stóru fati, sem á var steikt svína- kjöt, kartöflur og pisanger. Konan var vin- gjarnleg og fríð sýnum og Webber sá undir- eins, að hún var ekki af hvítum kynstofni. — Þetta er Balhadi, herra Webber, móð- ir litlu telpnanna þarna. Stýrimaðurinn gekk til konunnar og heilsaði henni. Maður hennar sagði nokkur orð við hana, seni Wehber skildi ekki. Þegar hann hafði lok- ið máli sínu, gekk konan til gestsins greip hönd hans og þrýsti hana vingjarnlega með háðum sínum. Um leið og hún leit á hann hlikuðu tár í augum hennar. Síðan sneri hún sér við og gekk út. Mennirnir settust við borðið. Þegar gest- gjafinn hafði ausið súpu á diskana, beygði hann höfuðið og bað í auðmýkt stutta borð- hæn. Webber var trúaður maður í orðsins heztu merkingu, Hræsni og yfirdrepskapur var honum fjarri skapi. Hann varð innilega Jjrærður af einlægninni í þessari einföldu borðbæn gestgjafans. Þegar þeir höfðu lokið máltíðinni, var tekið að bregða birtu. Stýrimaðurinn sá gegnum opnar dyrnar, að fólkið safnaðist saman á grasblettinum fyrir utan húsið. Gestgjafi hans hað hann að koma út fyrir dyrnar. Þeir settust á bekk og horfðu þög- ulir á það, sem fyrir augu har. Allir íbúar

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.