Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Blaðsíða 42
74 PITCAIRN-EYJAN N. Kv. eftir. En ég hef ekki gleymt neinu af því, sem hér hefur komið fyrir. Þér skulð fá að vita allan sannleikann, herra Webber. Eg mun ekki leyna neinu. En ég vil hiðja yður að hafa það í huga, að sá Alexander Smith, sem nú talar við yður, er ekki sá sami Smith, sem var háseti á Bounty. Já herra, nú skal ég byrja á byrjuninni. Stýrimaðurinn á Topaz hlustaði á frá- sögn Smith. Honum fannst umhverfið hverfa og hann vera kominn mörg ár aftur í tímann. I stað hins vingjarnlega og föður- lega manns, sem hjá honum sat, sá hann ungan ruddalegan sjómann, meðal hinnar sundurleitustu skipshafnar, sem verið hef- ur nokkru sinni á ensku skipi. Hann heyrði sagt frá lífinu á Bounty, hita og þunga starfsins. Frá rangsleitni og ævintýrum og mörgu öðru, sem við bar á þessari við- Lurðaríku ferð. Hann hlustaði á frásögn ina um ógeðfellda atburði og fannst hann jifa þá upp sjálfur, og heyra raddir mann- anna, sem löngu voru dánir. Raddir, sem rufu kyrrðina á hafinu og þessari eyju fyrir nær því tuttugu árum. Sextándi kafli. Hvert var ég nú kominn, herra? spurði Smith, þegar hann bjóst til að halda frá- sögn sinni áfram kvöldið eftir. Já, nú man ég það. Eg og herra Christian lágum báðir mikið særðir heima hjá Young. Það, sem gerðist næst á eftir, get ég ekki sagt yður, nema eftir annarra frásögn. Þér getið hugsað yður hvernig konunum hefur liðið Monetna og Nanai fóru leiðar sinnar og földu sig í skóginum, eftir að þær höfðu borið Christian heim. Jenny og Taurua voru hjá frú Christian, sem stöðugt spurði eftir manni sínum og gat ekki skilið, hvers vegna hann kom ekki heim. Þér munið að morg- uninn, sem morðin hófust, var hún nýbúin að eignast dóttur og lá á sæng. Hutia hjálpaði Balhadi að hjúkra okkur. Herra Christian hafði misst svo mikið blóð, að hann lá meðvitundarlaus. I þrjá daga lá ég í hitasótt og komst aldrei til meðvitund- ar. Hinar konurnar, ásamt börnum Mc Coy, Matt litla, Quintal og Eliza Mills, söfnuð- ust saman í húsi Mills. Þær hefðu líklega allar stytt sér aldur, ef þær hefðu ekki haft börnin til að hugsa um. Þær sátu á gólfinu allan daginn, töluðu ekkert saman og sum- ar þeirra grétu án afláts, með blæju fyrir andlitinu, eins og Tahitibúar eru vanir. Líðan þeirra á daginn var sannarlega hörmuleg, en þó voru næturnar enn verri. Hugmyndir þessa fólks eru svo ólíkar okk- ar. Það trúir því, að andar þeirra, sem ný- dánir eru, jafnvel þótt það séu vinir þess — meira að segja eiginmenn — verði að náttuglum og heiftræknum verum, sem of- sæki lifandi fólk. A næturnar lokuðu kon- urnar í húsi Mills öllum hurðum og glugg- um, sátu þétt saman hjá börnunum og reyndu að hafa eins hljótt um sig og hægt var. Quintal var einn í húsi sínu. Hann sat oftast á þröskuldinum, studdi hönd undir kinn og talaði ekki við nokkurn mann. Eg veit ekki hvað hann hefur verið að hugsa. Ef til vill saknaði hann Mills og John Willi- ams, eða hann hafði áhyggjur út af líðan herra Christian og samvizkubit út af allri þeirri ógæfu, sem leiddi af því að hann brenndi hús Minarii. Eins og þér vitið hófust morðin í dag- renning 22. september. Þeim degi gleymi ég aldrei. Síðasti hlökkumaðurinn var drepinn að kvöldi þess 23. Morguninn eftir, þegar Moetna og Nanai voru farnar, kom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.