Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Blaðsíða 51

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Blaðsíða 51
N. Kv. PITCAIRN-EYJAN 83 að Q'jintal barði á dyrnar hjá frú Ghristian. Það rann af okkur þegar í stað sem betur íór. Quintal stóð fyrir utan dyrnar með girðingarstaur í höndunum og hafði nær því brotið hurðina, er við komum að hon- um. Mc Coy kallaði til hans, en hann sinnti því ekki. Við heyrðum börnin gráta fyrir innan og því næst rödd frá Christian kalda og rólega. — Eg er með byssu, sagði hún, og skýt hann tafarlaust, ef hann stígur fæti inn fyrir þröskuldinn. Flýtið þið ykkur! Me Coy var sá eini okkar, sem gat komið vitinu fyrir Quintal. Hann hljóp til hans og greip í handlegg hans. — Ertu vitlaus, Matt! hrópaði hann. Quintal sneri sér við og hrinti honum frá sér. — Eg vil ná í Mo- etna. Ég réðist afan á hann. Will greip um annan fót hans og herra Young reyndi að ná taki á öðrum handlegg hans. Þó að við værum þrír, gátum við ekki haldið honum, það verð ég að viðurkenna. En konurnar komu okkur til hjálpar. Balhadi varð fyrst til þess að hjálpa okk- ur, en síðan var hurðinni hrundið upp og Moetna ruddist út. Hún var tveggja manna maki og bar brennandi hatur til Quintai. Eftir nokkrar ryskingar náði hún taki á bálsi hans og mundi hafa kyrkt hann, ef Maimiti hefði ekki komið í veg fyrir það. Síðan bundum við Quintal og bárum hann hálfdauðan yfir í hús Mc Coy. Eftir þetta fóru Prudence og Hutia frá okkur og tóku Susönnu með sér. Þær sett- ust að í húsi frú Christian. Við höfðum bundið Quintal á höndum og fótum, svo að hann gat ekki hreyft sig, og létum hann liggja þannig allan næsta dag, því að hann var svo óður, að við þorðum ekki að láta hann ganga lausan. Þennan sama morgun fór Balhadi heim lil frú Christian og var þar fram á síðari hluta dagsins. Ég tók eftir því, þótt ég værí syfjaður og sljór, að svipur hennar var gjör- breyttur. Ég sá, að hún var að hugsa um að segja mér eitthvað, en hætti við það, og ég spurði hana heldur ekki neins. Sannast að segja skammaðist ég mín þegar ég hugsaði lil þess, hvernig ég hafði farið með Bal- hadi að undanförnu. Síðari hluta dagsins bað ég hana að gefa mér eitthvað að borða, og hún gerði það. Þegar ég hafði matazt lagðist ég til svefns, og þar sem ég hafði ekki sofið nóttina áður vaknaði ég ekki fyrr en í dagrenningu morguninn eftir. Balhadi sást hvergi. Þennan dag gekk á með hvössum regnskúrum en logn og hiti þess á milli. Eg gekk niður á bjargbrúnina eins og ég var vanur á morgnana, til þess að horfa út á hafið og gæta til veðurs. Með- an ég stóð þar skall á mikil regnskúr. Ég hafði ekki tíma til að hlaupa heim og varð að leiia skjóls undir tré þar rétt hjá. Skúrin stóð yfir í tíu mínútur, og þegar ég leit í austur, sá ég eitthvað fljótandi á sjónum hér um bil mílu frá ströndinni. Mér sýnd- ist þetta vera bátur á hvolfi. Eg neri augun og athugaði þetta betur, og nú sýndist mér cg sjá menn í sjónum hjá bátnum og aðra á kjölnum. Ekki hafði ég hugmynd um, hvað þetta gat verið. En þér getið hugsað yður, hvern- ig mér muni hafa orðið við að sjá bát á hvolfi og menn á kjöl úti á opnu hafi. I öll þau ár, sem við höfðum verið hérna, hefur aðeins eitt skip komið í nánd við eyna eins cg ég hef áður sagt yður frá. Ég horfði í ollar áttir, en ekkert skip var sjáanlegt. Þá hljóp ég heim til Mc Coy og sótti sjónauk- ann. Þegar ég kom þangað voru hann og herra Young báðir sofandi. Ég vakti þá, og við hlupum allir af stað til þess að ganga úr skugga um hvað þetta gæti verið. Þegar ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.