Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Síða 17

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Síða 17
ÚTGEFANDI: SJÓMANNADAGSRÁÐIÐ Sjómannadagsblaðið Útgefandi: SJÓMANNADAGSRÁÐ Ritstj. og ábyrgðarm.: Halldór Jónsson. Guðm. H. Oddsson. Ritnefnd: Garðar Jónsson. Halldór Jónsson. Jónas Guðmundsson. Júlíus Kr. Olafsson Þorvarður Björnsson. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H-F EFNIS YFIRLIT Verkefni Sjómannadagsins .. 1 x Sjómannadagurinn í Reykja- vík ....................... 2 x Vígsluhátíð Laugaráss-bíós .. 4 x Sjóorustan á Salamissundi .. 8 X Hin fræga „Bounty“ ......... 17 x Vegvísar skipanna .......... 20 x Höfðingleg gjöf............. 22 * Brot úr sögu Akranessbæjar 24 x Ur sögunni „Ormur í hjarta“ 30 x Kafskip — hraðbátar........ 32 x Úr bókinni „Hafið" ........ 34 x Draugaskipið „Kalucho" .... 38 X S/s Galtasundi stolið...... 43 x Kveðjur til sjómanna....... 44 x Látnir sjómenn 1960—1961 .. 48 Forsíðumyndin er af Akranesi. Myndina tók Snorri Snorrason flugstjóri. 4. jóni' 1961 — 24 árgangur Verkefni Sjómannadagsins Fyrsti sunnudagurinn í júní ár hvert er sjómannadagurinn, dagur sem sjó- mannastéttin hefur tileinkað sér, og heldur nú hátíðlegan í tuttugasta og fjórða sinn. Á þessum degi sameinast sjómenn um land allt til samstarfs um að kynna þjóðinni störf sín, áhugamál og viðhorf til hins daglega lífs. Látinna félaga, sem gist hafa hina votu gröf er minnzt, og sjómenn sem afreksverk hafa unnið eru heiðraðir. Sj ómannastéttin er burðarás fjár- hagslegrar afkomu þjóðarbúsins. Meg- in hluta allrar gjaldeyrisöflunar lands- ins eru fyrir sjávar afurðir, og því beinn afrakstur af störfum hennar. Hin síðari ár hafa því miður ekki nægilega margir menn fengist til starfa á fiskiskipaflotanum, og því verið mikil mannekla, sérstaklega á togurunum. Skipin hafa oft ekki komizt á veiðar af þeim sökum. Hér er um alvarlegt vandamál að ræða, sem getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þjóð- arbúskapinn ef ekki tekst að finna leið til úrbóta. Sjómannadagsráð hefur nú miklar byggingaframkvæmdir með höndum, til aukningar á húsrými fyrir vistmenn. Væntanlega verður ný vistmanna- álma tekin í notkun um eða upp úr næstu áramótum. I þessari nýbyggingu verður rúm fyrir allt að 80 vistmenn. Er það helmings aukning frá því sem er, að undan skilinni sjúkradeildinni sem hefur 44. rúm. Þó þessum áfanga sé náð, þá er samt margt og mikið eftir til að ná lokamrkinu, en það er að allir aldraðir sjómenn, sem knýja dyra á Hrafnistu að loknu erfiði æfistarfi, eigi þess kost að njóta þar skjóls og hlýju á æfikvöldi sínu. Nú þegar þarf að fara að undir- búa áframhaldandi byggingarfram- kvæmdir svo hægt verði að hefjast handa með byggingu nýrrar álmu næsta vor eftir því sem fjárhagur leyfir. Allar byggingarframkvæmdir eru bundnar afkomu happdrættisins. Það er sú tekjulind sem gerir kleift að halda uppbyggingunni áfram. Af leyfistíma happdrættisins eru nú aðeins þrjú ár eftir. Það er útrunnið árið 1964. Þó happdrættið gangi vel þennan tíma, þá er þó fyrirsjáanlegt að mörgum verkefnum við uppbyggingu DAS, verður ólokið. Það er því höfuðnauð- syn að fá framlengingu á happdrættis- leyfinu, til þess að geta séð drauminn rætast: Fullkomna uppbyggingu „Hrafnistu” Sjómannasamtökin hafa hvervetna mætt vinsemd og skilningi jafnt hjá stjómarvöldunum og almenningi. Þessi góðvilji hefur gert samtöökunum fært að hrynda í framkvæmd þeim stór- virkjum í byggingu DAS, sem nú blasa við norðan í Laugarásnum. Um leið og sjómannasamtökin þakka öllum velunnurum sínum fyrir margháttaða fyrirgreiðslu og velvild í þeirra garð, þá vænta þau þess að njóta þess sama áfram, sem hingað til og árangurinn á að vera glæsilegur minnisvarði um mat okkar kynslóðar, á mikilvægi sjó- mannsstarfsins fyrir almenna hagsæld þjóðarinnar í heild. Einar Thoroddsen. SJOMANNADAGSBLAÐIÐ I

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.