Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Side 53

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Side 53
Ég og kokkurinn sögðum það hafa verið karlmann og kvenmann, sem teymdu kú, en strákur rak á eftir. Hinir tveir sögðu að það sem þau teymdu, hefði verið hestur, en ekki kú. Ekki gáfum við okkur tíma til að athuga þetta nánar. Var nú haldið í einum spreng út hlíðina og var nú þokan að létta og sáum við þá skipið koma fyrir Stráka. Við höfðum því tíma til að gera ei lítið prakkarastrik. Utgerðarmaður okkar rak verzl- un neðarlega við aðalgötuna á Siglu- firði, og var þá venja að hafa opið fram undir lágnætti, yfir síldartím- ann. Þegar við komum að verzlun hans ákváðum við að fara þar inn, sem við gerðum. Við vorum, eins og áð- ur er sagt mjög fáklæddir, og renn- blautir frá hvirfli til ilja, svo úr okkur lak, og að öllu leiti óhrjá- legir. Þegar útgerðarmaðurinn sá okk- ur, þannig á okkur komna, náföln- aði hann upp og starði á okkur, án þess að geta nokkuð sagt. Síðan þrútnaði hann í andliti og stundi upp. „Hvar eru hinir, hvað kom fyrir.“? ir.” Sáum við nú að hér höfðum við í athugaleysi leikið ljótan leik. Enn fljótlega var allt leiðrétt. Ekki höfðum við tíma til að þiggja góð- gerðir í búðinni sem voru til reiðu, þegar allt var upplýst og leiðrétt. Var nú hlaupið niður á bryggju, og tók- um við á móti endum frá skipinu, og var þar mikill fagnaðarfundur. Játaði skipstjóri tap veðmálsins og stóð við það, eins og hans var von og vísa. Utgerðarmaður bauð nú allri áhöfn skipsins til verzlunar sinnar, og gaf á báða bóga, hverjum sem hafa vildi „Central Maltestrakt” og kex. Enginn skal draga það í efa að þar sem saman voru komnir 17 rnenn,, — sumir þreittir og svangir, þá hafi veisluföngunum verið gerð góð skil. G. J. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 37

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.