Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Qupperneq 39

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Qupperneq 39
Þórarinn Olgeirsson. Sveinn Sigurðsson, ritstjóri, segir um Þórarin, liðna ævi hans — langa og viðburðaríka, auðuga að baráttu og reynslu, erfiða en afkastamikla: „Eg hef ekki kynnzt meiri skap- festu en hans, né einbeittari vilja. Eg hef, þrátt fyrir ágæta samvinnu okkar, stundum rengt hann um sumt, sem hann hefur sagt mér af hiirkunni við sjálfan sig á sjónum. En svo hef ég fengið það staðfest af gömlum skipverjum hans og öðrum samferða- mönnum hans í lífinu, að allt, sem hann hefur sagt í þeim efnum, er ómengaður veru- leiki. Hann á þann dýrmæta hæfileika að geta gleymt allri þreytu og þörfinni til hvíldar — fyrir áhugaefninu, sem verið er að vinna að. Og víst eru þess dæmi, að menn gleymi sjálfum sér í starfi, meðan orkan endist. og í Hvítahafinu. Ég hef dvalið lang- vistum með erlendri þjóð og tel land hennar mitt annað heimkynni. Og enda þótt taugin, sem tengir mann við föðurtúnin, reynist óslítandi, þá ann ég landi því, þar sem ég hef dvalizt svo lengi. Þó að Islandi unni ég einnig heitt og gleymi aldrei, land- inu þar sem ég er borinn og barn- fæddur þá skyggir það ekki á ást mína til dvalarlandsins. En Islandi mun ég unna áfram unz yfir lýkur. Ég hef, þrátt fyrir veru mína erlend- is, alltaf verið í nánu sambandi og samstarfi við landa mína heima á íslandi og er svo enn. Mér hefur alltaf verið heldur hvimleitt að tala mikið um sjálfan mig opinberlega, þó að ég viti vel, að hjá því verði ekki komizt, þegar segja skal sögu sjálfs sín með það fyrir augum, að hún birtist á prenti. Ég hef veitt því eftirtekt, þótt ég fylgist ef til vill ekki vel með bókamarkaðinum heima á Islandi, að mikið hefur kom- ið þar út af ævisögum, ekki sízt far- manna og sjómanna, nú á seinni ár- um. Mér hefur virzt þar kenna æði margra grasa og misjafnra að gæð- um. Það kann því að vera, að það sé að bera í bakkafullan lækinn að bæta við þessa tegund bóka. En ef það gæti orðið ungum mönn- um, sem um reynslu mína lesa, hvöt til ótrauðrar baráttu, ekki sízt hvað viðureign við ægi og alla sjósókn snertir, sem svo mikið er undir komið að vel takist, fyrir alla af- komu eyþjóðar eins og Islands, hvöt til að gefast aldrei upp, þótt stund- um syrti í álinn, þá væri það, eitt út af fyrir sig, mér mikið gleðiefni og full laun fyrir það, sem ég kann að hafa til gagns að segja. Þessvegna hef ég þá líka ákveðið að láta þess- ar minningar mínar birtast á prenti. Sjómennskan er harður skóli, — og harðari skóla var ekki að finna um og eftir aldamótin síðustu en hana, fyrir óharðnaða unglinga á bátum, skútum og togurum hér við land. Um það get ég borið af eigin reynslu. Sumir gáfust upp í þeim skóla, fóru í land og leituðu þar at- vinnu. Aðrir fóru af landi burt, til Kanada og Bandaríkjanna, og sett- ust þar að. Enn aðrir þraukuðu áfram, urðu með tímanum svo að segja samgrónir sjófjölunum, ein- beittu allri orku sinni að því að sækja björg í greipar ægis — og létu aldrei undan. Ég var einn úr þessum flokki. Og þegar ég nú lít yfir liðna tíð, finnst mér, að þrátt fyrir allt eigi ég svo margar dýr- mætar endurminningar frá sjónum, að án þeirra hefði lífið orðið snauð- ara. Og á ég þar ekki sízt við endur- minningarnar um þá mörgu ágætu sjómenn, sem hafa átt samleið með mér á höfunum, þátt tóku í barátt- unni og þrotlausu starfi fyrir bættri afkomu sjálfra sín og annarra. Þeim sendi ég öllum, lífs og liðn- um, hugheilar kveðjur nú, þegar sæförum er lokið, sumarið liðið og komið haust. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.