Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Qupperneq 35

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Qupperneq 35
afkomendur uppreistarmannanna á Bounty og hann vildi kom sér fyrir, þar sem ekki mundu verða lagðar fyrir hann of margar spurningar. Síðan var eyjan, þar sem lítið gufuskip kom við einu sinni í mán- uði, eftirtektarvert athugunarefni á sviði félagsfræði. Ensku og banda- rísku hóparnir voru með svo mikl- um séreinkennum og ólíkir, að það var eins og hvor um sig hefði búið á sérstakri eyju allan tímann. Hóp- arnir höfðu ekki einu sinni sama hvíldardag, því að hvalveiðimaður- inn hafði verið sjöunda dags aðvent- ist iog allir afkomendur hans voru það einnig. Þeir höfðu krosslagða bandaríska og brezka fána á veggj- unum hjá sér, en þeir voru einnig skreyttir myndum af Lincoln, Was- hington og Grant. Eyjarskeggjar kunnu einnig nokkrar „ósviknar, bandarískar mataruppskriftir” og báru á borð grænar baunir soðnar í mjólk og einhverskonar graskers- búðing. Afkomendur Englending- anna voru alveg jafn eindrengnir Englendingar. Enda þótt þessir tveir hópar hefðu lítinn samgang sín á milli var sam- vinnan í þágu framfærslu þeirra hin ákjósanlegasta. A þeim dögum voru flest ef ekki öll sáðkom af vissri pálmategund, er seld var um heim allan, upprunnin á Lord Howe, og var þetta aðalútflutningsvara eyja- skeggja. Næstum allt sléttlendi á eyjunni vai' sandur og kórallar og þar voru nokkrir pálmlundir og fá- einir svokallaðir sandvegir, en eftir þeim drógu stórir hestar sleða, því að aðeins einn eða tveir vagnar voru til á eyjunni. Hverju nýfæddu bami var ætlað ákveðið landssvæði, og fór stærð þess eftir fjölda eyjar- skeggja, en einhver ættingi var lát- inn erja skikann, þar til það hafði náð fullum þroska. Þegar eigandi landsins var allur, rann það á ný til samfélagsins. Læknir var enginn á eyjunni, en konurnar voru vel að sér í alls kon- ar læknisdómum, einkum grasa- lækningum, og auk þess kunnu þær að gera við beinbrot,búa um sár og taka á móti bömum. Þeim fáu ferða- mönnum, sem til eyjarinnar komu, var ráðlagt að bjóða sápu, tann- bursta, ilmvatn eða dúka fyrir fæði og uppihald. Lord Howe var ágætt dæmi um samvinnufélag, þar sem samstarfið féll ekki niður, jafnvel þótt þátttakendur væru ekki allir beztu vinir. Saga Kókoseyja, sem einnig eru kallaðar Keeling-eyjar eftir einum fyrsta skipstjóranum, sem þangað kom, er sönnun fyrir því að þessar afskekktu eyjar eru ekki ævinlega látnar í friði, eins og menn kunna að gera ráð fyrir. Að lokinni gullöld sjóræningja og þeirra, sem leita að földum fjársjóðum, settist þar að skipstjórinn John Clunis Ross ásamt konu sinni, fjölskyldu og átta sjó- mönnum, sem höfðu mætur á vist- inni á afskekktri eyju. Þegar þessi hópur kom þangað, rakst hann þar á Alexander nokkurn Hare, sem verið hafði landsstjóri á Borneo, þar sem villimenn einir bjuggu. Hann hafði gnótt fjár og hefði getað setzt að hvar sem var, en hann hafði einn- ig komist yfir 40 Malajakonur, svo að hann taldi það fyrir öllu, að setj- ast að á eyju, er væri sem allra af- skekktust. Þót þarna væri óvígur her 40 kvenna og eins karls, stóðst hann ekki sókn átta vaskra sjómanna, og ef til vill hafa konurnar ekki verið alltof fjandsamlegar þeim. Hare lét smám saman undan síga fyrir sjó- mönnunum, uns hann og kvennabúr hans hafði komið sér fyrir á litlu hringrifi, sem kallað er í dag Fang- elsiseyjan. Sundið milli hennar og aðaleyjarinnar var grunnt og mjótt — og sjómennirnir gengu í klofstíg- vélum. Hare reyndi að villa um fyrir sjómönnunum með því að gefa þeim allt, sem þurfti til mikillar veizlu, en daginn eftir hátíðahöldin varð hann samt vitni að því, að þeir óðu yfir sundið. „Ég hélt, að þið mynduð láta blómagarðinn minn afskiptalausan, þegar ég sendi ykkur romm og steikt svínakjöt“! kallaði hann til þeirra. „Heyrðu, Hare!” svöruðu þeir hárri röddu. „Veizt þú ekki, að romm og svínakjöt býr sjómönnum ekki himneska sælu?” Skömmu síðar struku konurnar frá Fangelsiseyju til sjómannanna, en Hare hélt til Batavíu, þar sem hann bar beinin. Mörgum árum síð- ar kom Joshua Slocum við á eyj- unni, er hann sigldi einn síns liðs umhverfis jörðina, og kom honum þá á óvart, hversu barnafjöldinn var gífurlegur. Börnin virtust skipta hundruðum. Þau voru öll afkvæmi þessara 40 Malajakvenna, en ekki þótti alveg eins víst um faðernið. En það var rétt, sem Slocum sagði, að allt virtist vera meira eða minna sameiginlegt á þessari eyju, þar sem ekki var lengur hægt að kvarta yfir einveru. Ritningarnar og lífið (NILS FERLIN) Einn sannkristinn maður sjónir rak í svofellt guðsorð — um hrafna: Ei sá þeir né uppskera, safna undir þak, og samt lœtur Herrann þá dafna. — Og aleinn hann gekk út á örœfaslóð og œtlaði að sannprófa þetta. Að hálfum mánuði, hermir vort Ijóð, að hrafnarnir fengju sig metta. (Þýdd ljóð: Magnús Ásgeirsson). SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.