Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Síða 21

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Síða 21
Laugarássbíós norðan húsið, og að Kleppsvegur- inn svokallaði, sem sýnilega á eftir að verða ein mesta umferðarbraut bæjarins, fái nafnið Vínlandsbraut til heiðurs okkar fornu sjógörpum og mestu landkönnuðum sögunnar. Hrafnista er hugsuð sem eftirsókn- arvert athvarf fyrir aldrað fólk, eftir því sem það er á mannlegu valdi að skapa slíkan griðastað í lífsins argi og þrasi, þannig er þessu samkomu og kvikmynda-leikhúsi ætlað að verða skemmtistaður þar sem yngri og eldri kynslóðin getur mætst til að virða fyrir sér veröldina og hennar dýrð með tæknilegu raunsæi. Þegar Laugarássbíó fyrst hóf starf- semi sína naut það þeirra fríðinda að vera undanþegið skemmtanaskatti samkvæmt leyfisbréfi útgefnu af Bjarna Benediktssyni þáverandi dómsmálaráðherra, þar sem tekið var fram að ráðuneytið veitti þessa undanþágu meðan þetta kvikmynda- hús væri rekið til hagsbóta fyrir aldraða sjómenn. Þessa ráðstöfun erum við þakklátir fyrir, því hún kemur bæði til góða hinum öldruðu sjómönnum og almenningi sem fær að sjá Todd-A-O myndir fyrir lægra gjald en tíðkast nokkursstaðar er- lendis. Um leið og þetta er kvikmyndahús á borð við þau beztu sem þekkjast, þá er þetta félagsheimili íslenzku sjómannastéttarinnar ásamt bóka- safni og setustofu heimilisins. Sam- kvæmt lögum ættum við rétt á all- ríflegu framlagi úr ríkissjóði til þess. arar byggingar, þar sem eigendurnir eru allar starfsgreinar sjómanna- stéttarinnar, en fram á það höfum við ekki farið, þar sem við höfum notið þessara og annara fríðinda, og höfum heldur ekki viljað spara okk- ur sjálfa í fyrirhöfn við að koma hús- inu upp. Samkomuhús þetta sem er um 600 fermetrar og 6000 rúmmetrar hefur verið í smíðum rétt 3 ár frá því fyrst var byrjað að slá upp fyrir und- irstöðum, við bygginguna hefur oft verið fáliðað til að framkvæma ekki meira en leyfi stóðu til hverju sinni. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 5

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.