Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 33

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 33
Hin fræga „Bounty" Ein af frœgustu sjóferðakvikmyndum fyrri óra, „Upp- reisnin á Bounty", verður á þessu ári kvikmynduð á nýjan leik við Suðurhafseyjar með nýsmíðaðri „Bounty" Kvikmyndafélagið Metro-Gold- wyn-Mayer í Hollywood hefir ný- lega látið byggja eftirlíkingu af hinu fræga „Bounty” og verður skipið notað til kvikmyndasögu um upp- reisnina á Bounty, er Bligh skip- stjóri var talinn eiga aðalorsökina að, með hrottalegri hegðun sinni. líin upprunalega „Bounty” var 85 fet á lengd, en hin nýja er 118 fet, og kostaði 500,000 dollara fullsmíð- uð. Helzti munurinn á hinu gamla og nýja skipi er að finna neðandekks. MGM krafðist þess af byggingár verkstæðinu, að utanborðs yrði skip- ið nákvæm eftirlíking af gömlu Bounty, en innanborðs útbúið á ný- tízku hátt með öllum þægindum. Til dæmis hefir skipið tvo 300 ha. mót- ora til framdriftar, olíutanka og vatnstanka, rafmagnseldavélar, kæli- skápa og önnur rafmagnstæki, og siglingatæki af nýjustu tízku. I skip- inu eru 9 einstaklingsherbergi yfir- manna og 221úkarar fyrir aðra skip- verja. Því fylgir einnig kútter 21 fet á lengd, sem einnig að utanverðu er nákvæm eftirlíking af smáfleytunni sem Bligh skipstjóri og félagar hans voru látnir um borð í. „Bounty” á að geta siglt 5,000 mílna vegalengd viðkomulaust. Ytri útbúnaður, svo sem fallbyss- ur, gallions myndastyttur og útflúr og einnig innri útbúnað, sem þurfti að vera sögulega nákvæm eftirlík- ing lagði kvikmyndafélagið sjálft til. Yfirbygging skipsins er þannig út- búin, að auðvelt er að breyta henni þannig, að hún sýni hið upprunalega lag enskrar freygátu eins og „Bo- unty” Bolur skipsins er blámálað- ur, yfirbygging Ijósgul, en botninn bronsaður. Möstrin þrjú eru brún- lituðu. Stórmastrið er 65 fet á hæð, fokkumastur 64 fet, í messamastrinu er komið fyrir reykháf sem ekki sésl utanfrá. Til útbúnaðar skipsins fór m. a. 10 mílna lengd af tógi, tólf tonn skrúfu- bolta til þess að tengja einstaka hluta þess saman, 14 tonn af hring- járni, IY2 tonn af tjöru í kalfatt og 1 tonn af öðru þéttiefni. Um 120 manns, þar af 80 faglærðir skipa- smiðir unnu að smíði skipsins. E. T. Coggins sjóliðsforingi er skipstjóri á hinni endurfæddu „Böunty”, sem nýlega lagði af stað frá byggingar- stöðinni í Nova Scotia áleiðis til Tahiti, þar sem kvikmyndaupptakan fer fram. Marlon Brando leikur að þessu sinni aðalhlutverkið sem Flet- cher Christian stýrimaður. A hinni 8.000 mílna löngu siglingu hinnar nýju „Bountyu” fylgir henni annað minna skip, sem útbúið er öllum nýtízku tækjum til kvikmyndagerð- ar, og tekur myndir af þeim þáttum sem gerast á úthafssiglingunni. I fyrstu kvikmyndinni sem tekin var af uppreisninni á „Bounty” upp úr 1930 lék Charles Laughton aðal- hlutverkið, en síðar er kvikmyndin var gerð að nýju, lék Clark Gable stýrimanninn Fletcher Christian. I bók sinni „Heimshöfin sjö” seg- ir Peter Freuchen á sinn skemmti- lega og fræðandi hátt frá því í kafl- anum um „Afskektar eyjar” hvem- ig lífið var um þessar slóðir fyrr á tímum, og fylgir hér dálítill útdrátt- ur úr þeim kafla: Tristan da Cunha er hin afskekkt- asta af afskekktu eyjunum, en Juan Femandez undan ströndum Chile er frægust þeirra. Þar var Alexander Selkirk, siglingafræðingur á brezku víkingaskipi, skilinn eftir, svo að hann var þar einn í fjögur ár og fjóra mánuði, og Daniel Defoe gerði hann síðan að fyrirmynd sinni í William Bligh, skipstjóri á Bounty". „Robinson Krúsó”. Juan Fernandez hafði verið ósköp venjuleg eyja fram að þeim tíma, og komu skip þangað aðeins endurm og eins (einkum skip sjóræningja og víkinga), og Selkirk var ekki fyrsti maðurinn er var þar um hríð. Skip það, sem hann hafði verið á, Cinque Ports, hafði komið þar við í september 1704 til að sækja tvo menn, sem skildir höfðu verið eftir af tilviljun nokkrum mán- uðum áður. Selkirk hafði átt í deil- um við skipstjóra sinn, Thomas Stradling, og var hann orðinn svo leiður á vistinni, að hann bað um að vera látinn á land. Stradling var fús til þess, en þegar Selkirk ætlaði að gugna á þessu, lét skipstjóri bara flytia hann og eigur hans á land og sigldi leiðar sinnar. Selkirk lenti í mörgum þeirra ævintýra, sem lýst er í sögu Krúsós, veiddi meðal annars geitur sér til matar og í efni í fatnað, reisti sér kofa og kom sér yfirleitt sæmilega fyrir. Hann vantaði bara Frjádag fyrir félaga. Honum var bjargað í janúarmánuði 1709, og er hann hafði verið nokkur ár í víking og kaup- ferðum — og sagt frá hinu mikla ævintýri sínu — andaðist hann árið 1721. Nútímakeppinautur Juan Fern- andez meðal hinna afskekktu eyja er Pitcaim, smáblettur, sem er fjór- ir kílómetrar á lengd og hálfur annar á breidd, rétt fyrir sunnan hvarfbaug SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 1 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.